Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Mynd / Úr safni
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Matvælastofnun (MAST) opnaði fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum í byrjun mánaðar og lýkur umsóknarfresti 29. febrúar. Tekið er fram í tilkynningu frá MAST að hann verði ekki framlengdur.

Stuðningur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa.

Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum. Nær heimildin til allra lögbýla í landinu þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli að talist geti búrekstur eða þáttur í búrekstri. Jafnframt er skilyrt að umsækjendur hafi ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein og virðisaukanúmer.

Undanskildar eru þó þær jarðir og jarðarhlutar sem liggja innan skipulagðra þéttbýlissvæða sveitarfélaga. Þá eru framlög ekki veitt vegna framkvæmda á lögbýlum sem hafa ekki verið setin í tvö ár eða lengur næst á undan framkvæmdarári, eða eru nytjuð frá öðrum lögbýlum nema byggingar á jörðinni séu nytjaðar til búrekstrar sem krefst aðgangs að vatni eða fyrir liggi heimild til stofnunar lögbýlis þar skv. jarðarlögum.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...