Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Fréttir 29. október 2019

Súkkulaði og skógareyðing

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný lög sem búist er við að verði samþykkt á Fílabeinsströndinni gætu orðið til þess að þúsundir hektara af vernduðum frum­skógum verði felldir til að auka við súkkulaðiframleiðslu í landinu. Lögin gera ráð fyrir að verndun skóganna verði aflétt og þeir afhentir súkkulaðiframleiðendum til afnota að eigin vild í 24 ár.

Eyðing náttúrulegra skóga á Fílabeinsströnd Afríku er nú þegar gríðarleg og talið að allt að 85% frum- eða náttúrulegra skóga hafi þegar verið eytt. Samkvæmt nýju lögunum verða stór náttúruleg skógarsvæði rudd og í þeirra stað ræktaðir upp nytja- eða landbúnaðarskógar með kakótrjám til súkkulaðiframleiðslu.

Þeir sem harðast berjast gegn samþykkt laganna segja réttilega að nauðsynlegt sé að varðveita líffræðilega fjölbreytni og ekki sé réttlætanlegt að breyta náttúrulegum skógum ein einsleita nytjaskóga.

Fylgjendur laganna segja að stefna stjórnvalda sé að vernda náttúrulega skóga í landinu og það megi gera með þeim tekjum sem fáist verði lögin samþykkt.

Lögin miðast við að fyrirtækin geti nýtt skógana að vild í 24 ár. Kakó- og súkkulaðiframleiðsla á Fílabeinsströndinni er um 1/3 af súkkulaðiframleiðslu heimsins og er sögð skila tekjum upp á 100 milljarða á ári sem jafngildir rúmum 12,5 milljörðum íslenskra króna á sama tíma og meðallaun í landinu eru innan við einn bandaríkjadalur á dag, eða um hundrað krónur.

Fjögur fyrirtæki eru stærstu kaupendur kakóbauna í heiminum, Hershey, Mars, Nestle og Cadbury, sem framleiða meðal annars Hershey-súkkulaði og -kossa, Mars og Snickers. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...