Tekjur úr 6,7 milljörðum 2008 í ríflega 8 milljarða 2015
Höfundur: MÞÞ
Atvinnutekjur í landbúnaði jukust úr 6,7 milljörðum kr. í 8,1 milljarð á milli áranna 2008 og 2015.
Atvinnutekjur í landbúnaði eru líklega vanmetnar þar sem hluti tekna af landbúnaði kemur fram sem hagnaður af búrekstri á einstaklingsframtal viðkomandi bónda.
Er það til viðbótar við reiknað endurgjald þegar um rekstur á einstaklingskennitölum er að ræða. Líkt og við er að búast kemur meginhluti allra atvinnutekna í landbúnaði utan höfuðborgarsvæðisins.
Þegar horft er til þróunar á árunum 2008 2015 sést að lækkun varð á atvinnutekjum í landbúnaði allt fram til ársins 2012 þegar það varð 17% hækkun á milli ára. Í framhaldi af því hafa atvinnutekjur í greininni hækkað ár frá ári að raunvirði. Hækkunin árið 2012 stingur nokkuð í augu en skýrist líklega að stærstum hluta af því að viðmiðun ríkisskattstjóra á reiknuðu endurgjaldi í landbúnaði hækkaði verulega á milli áranna 2016 og 2017.