Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tekur aftur upp verðviðmið
Mynd / Oddur Gunnarsson
Fréttir 26. júlí 2023

Tekur aftur upp verðviðmið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auðhumla mun aftur taka upp viðmið varðandi úrvalsmjólk og verðfellingar á grundvelli líftölumælinga frá og með 1. ágúst nk.

Í tilkynningu frá samvinnufélaginu er sagt að vel hafi verið fylgst með mælingum líftöluvélarinnar og að undanfarnar vikur hafi hún gengið mjög vel og mælingar verið stöðugar og án vandkvæða. Því muni félagið aftur miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið sem má nálgast á vefsíðu Auðhumlu.

Í mars sl. gaf félagið það út að vafi léki á réttmæti á niðurstöðum líftölumælinga og því notaði það ekki þær tölur til verðfellingar á hrámjólk frá 16. janúar sl. Á sama tíma var viðmiðunum vegna úrvalsmjólkur breytt tímabundið.

Frá 1. ágúst nk. mun Auðhumla miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk sem er undir 20.000 ein/ml og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið, þ.e. hrámjólk sem fær hærri líftölugildi en 80.000 ein/ml falli í 2. flokk með 16% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur, hrámjólk sem fari yfir 200.000 ein/ml falli í 3. flokk með 36% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur og hrámjólk sem fer yfir 500.000 ein/ml falli í 4. flokk með 60% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur.

Skylt efni: Auðhumla

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...