Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tekur aftur upp verðviðmið
Mynd / Oddur Gunnarsson
Fréttir 26. júlí 2023

Tekur aftur upp verðviðmið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auðhumla mun aftur taka upp viðmið varðandi úrvalsmjólk og verðfellingar á grundvelli líftölumælinga frá og með 1. ágúst nk.

Í tilkynningu frá samvinnufélaginu er sagt að vel hafi verið fylgst með mælingum líftöluvélarinnar og að undanfarnar vikur hafi hún gengið mjög vel og mælingar verið stöðugar og án vandkvæða. Því muni félagið aftur miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið sem má nálgast á vefsíðu Auðhumlu.

Í mars sl. gaf félagið það út að vafi léki á réttmæti á niðurstöðum líftölumælinga og því notaði það ekki þær tölur til verðfellingar á hrámjólk frá 16. janúar sl. Á sama tíma var viðmiðunum vegna úrvalsmjólkur breytt tímabundið.

Frá 1. ágúst nk. mun Auðhumla miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk sem er undir 20.000 ein/ml og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið, þ.e. hrámjólk sem fær hærri líftölugildi en 80.000 ein/ml falli í 2. flokk með 16% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur, hrámjólk sem fari yfir 200.000 ein/ml falli í 3. flokk með 36% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur og hrámjólk sem fer yfir 500.000 ein/ml falli í 4. flokk með 60% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur.

Skylt efni: Auðhumla

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...