Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. maí 2023

Þörf á vestfirskum vatnsaflsvirkjunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ótrygg raforka á Vestfjörðum stendur uppbyggingu fyrir þrifum. Þörf er á nýjum virkjunum að lágmarki 25 megavött.

Efla þarf flutningskerfið til að auka afhendingaröryggi og takmarka flutningstöp. Varaafl framleitt með jarðefnaeldsneyti skiptir enn miklu máli.

Fram til ársins 2030 er áætlað að 20 megavött þurfi í orkuskipti og rafvæðingu á höfnum, smábátum, þungaflutningum og einkabílum. Enn fremur má gera ráð fyrir að 15 megavött þurfi til að mæta uppbyggingu nýrra fyrirtækja á svæðinu. Orkuþörf Vestfjarða fer því úr 50 megavöttum í 85. Þetta er meðal þess sem kom fram á Orkuþingi Vestfjarða 12. apríl sl.

Samþykktir hafa verið tveir virkjanakostir í rammaáætlun sem geta hvor um sig uppfyllt áðurnefnda orkuþörf, þ.e. Austurgilsvirkjun og Ófeigsfjarðarvirkjun. Jafnframt er til skoðunar virkjunarkostur í Vatnsdal í Vatnsfirði. Í undirbúningi er virkjun í Steingrímsfirði sem getur skilað allt að 10 megavöttum.

Líklegt er að hringtenging flutningskerfis raforku á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum verði lokið á næstu þremur árum. Með aflaukningu og eflingu flutningskerfisins mun afhendingaröryggi aukast um 90 prósent. Vegna ótryggrar afhendingar á raforku skiptir jarðefnaeldsneyti miklu máli við framleiðslu á varaafli.

Til staðar eru ljósavélar sem geta framleitt 28 megavött raforku, ásamt tólf megavatta olíukatli tengdum fjarvarmaveitu.

Skylt efni: Vestfirðir

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...