Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. maí 2023

Þörf á vestfirskum vatnsaflsvirkjunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ótrygg raforka á Vestfjörðum stendur uppbyggingu fyrir þrifum. Þörf er á nýjum virkjunum að lágmarki 25 megavött.

Efla þarf flutningskerfið til að auka afhendingaröryggi og takmarka flutningstöp. Varaafl framleitt með jarðefnaeldsneyti skiptir enn miklu máli.

Fram til ársins 2030 er áætlað að 20 megavött þurfi í orkuskipti og rafvæðingu á höfnum, smábátum, þungaflutningum og einkabílum. Enn fremur má gera ráð fyrir að 15 megavött þurfi til að mæta uppbyggingu nýrra fyrirtækja á svæðinu. Orkuþörf Vestfjarða fer því úr 50 megavöttum í 85. Þetta er meðal þess sem kom fram á Orkuþingi Vestfjarða 12. apríl sl.

Samþykktir hafa verið tveir virkjanakostir í rammaáætlun sem geta hvor um sig uppfyllt áðurnefnda orkuþörf, þ.e. Austurgilsvirkjun og Ófeigsfjarðarvirkjun. Jafnframt er til skoðunar virkjunarkostur í Vatnsdal í Vatnsfirði. Í undirbúningi er virkjun í Steingrímsfirði sem getur skilað allt að 10 megavöttum.

Líklegt er að hringtenging flutningskerfis raforku á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum verði lokið á næstu þremur árum. Með aflaukningu og eflingu flutningskerfisins mun afhendingaröryggi aukast um 90 prósent. Vegna ótryggrar afhendingar á raforku skiptir jarðefnaeldsneyti miklu máli við framleiðslu á varaafli.

Til staðar eru ljósavélar sem geta framleitt 28 megavött raforku, ásamt tólf megavatta olíukatli tengdum fjarvarmaveitu.

Skylt efni: Vestfirðir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...