Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. maí 2023

Þörf á vestfirskum vatnsaflsvirkjunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ótrygg raforka á Vestfjörðum stendur uppbyggingu fyrir þrifum. Þörf er á nýjum virkjunum að lágmarki 25 megavött.

Efla þarf flutningskerfið til að auka afhendingaröryggi og takmarka flutningstöp. Varaafl framleitt með jarðefnaeldsneyti skiptir enn miklu máli.

Fram til ársins 2030 er áætlað að 20 megavött þurfi í orkuskipti og rafvæðingu á höfnum, smábátum, þungaflutningum og einkabílum. Enn fremur má gera ráð fyrir að 15 megavött þurfi til að mæta uppbyggingu nýrra fyrirtækja á svæðinu. Orkuþörf Vestfjarða fer því úr 50 megavöttum í 85. Þetta er meðal þess sem kom fram á Orkuþingi Vestfjarða 12. apríl sl.

Samþykktir hafa verið tveir virkjanakostir í rammaáætlun sem geta hvor um sig uppfyllt áðurnefnda orkuþörf, þ.e. Austurgilsvirkjun og Ófeigsfjarðarvirkjun. Jafnframt er til skoðunar virkjunarkostur í Vatnsdal í Vatnsfirði. Í undirbúningi er virkjun í Steingrímsfirði sem getur skilað allt að 10 megavöttum.

Líklegt er að hringtenging flutningskerfis raforku á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum verði lokið á næstu þremur árum. Með aflaukningu og eflingu flutningskerfisins mun afhendingaröryggi aukast um 90 prósent. Vegna ótryggrar afhendingar á raforku skiptir jarðefnaeldsneyti miklu máli við framleiðslu á varaafli.

Til staðar eru ljósavélar sem geta framleitt 28 megavött raforku, ásamt tólf megavatta olíukatli tengdum fjarvarmaveitu.

Skylt efni: Vestfirðir

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...