Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux.
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux.
Mynd / Facebook-síða Kokkur ársins
Fréttir 7. mars 2019

Þrjár konur í fimm manna úrslitahópi Kokkur ársins 2019

Höfundur: smh

Úrslitakeppnin Kokkur ársins 2019 verður haldin í Hörpu laugardaginn 23. mars næstkomandi. Athygli vekur að þrjár konur voru meðal þátttakenda í forkeppninni, sem var haldin í gær, en það telst met í þessari keppni. Þær komust allar áfram til þátttöku í úrslitunum.

Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara, sem stendur að skipulagningu keppninnar, er þessi keppni einn af hápunktunum í viðburðardagatali matreiðslumanna. Nokkrir af allra bestu matreiðslumeisturum Íslands keppa um hinn eftirsótta titil. Forkeppnin fór sem fyrr segir í gær þar sem tíu kokkar kepptu um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri.

Haft er eftir Birni Braga Bragasyni, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, að það sé mikið fagnaðarefni að sjá aukningu skráðra kvenna í keppninni. „Það er okkur metnaðarmál að ná hlutfalli þeirra til jafns við karla. Ylfa Helgadóttir var meðal annars þjálfari Kokkalandsliðsins í Lúxemborg þar sem liðið vann til gullverðlaunan sem ég held að sé okkur góð hvatning. Stéttin hefur verið mjög karllæg og öll skref í átt að meira jafnvægi eru góð skref í átt að tryggja öfluga og fjölbreytta stétt fagfólks.“

Þeir sem keppa til úrslita um titilinn í ár eru:

  • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
  • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
  • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
  • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri

Á síðasta ári bar Garðar Kári Garðarsson sigur úr býtum í þessari keppni og er því Kokkur ársins 2018.  

Sigurvegarinn fær þátttökurétt í Nordic Chef of the Year 2020 fyrir Íslands hönd.
 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...