Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux.
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux.
Mynd / Facebook-síða Kokkur ársins
Fréttir 7. mars 2019

Þrjár konur í fimm manna úrslitahópi Kokkur ársins 2019

Höfundur: smh

Úrslitakeppnin Kokkur ársins 2019 verður haldin í Hörpu laugardaginn 23. mars næstkomandi. Athygli vekur að þrjár konur voru meðal þátttakenda í forkeppninni, sem var haldin í gær, en það telst met í þessari keppni. Þær komust allar áfram til þátttöku í úrslitunum.

Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara, sem stendur að skipulagningu keppninnar, er þessi keppni einn af hápunktunum í viðburðardagatali matreiðslumanna. Nokkrir af allra bestu matreiðslumeisturum Íslands keppa um hinn eftirsótta titil. Forkeppnin fór sem fyrr segir í gær þar sem tíu kokkar kepptu um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri.

Haft er eftir Birni Braga Bragasyni, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, að það sé mikið fagnaðarefni að sjá aukningu skráðra kvenna í keppninni. „Það er okkur metnaðarmál að ná hlutfalli þeirra til jafns við karla. Ylfa Helgadóttir var meðal annars þjálfari Kokkalandsliðsins í Lúxemborg þar sem liðið vann til gullverðlaunan sem ég held að sé okkur góð hvatning. Stéttin hefur verið mjög karllæg og öll skref í átt að meira jafnvægi eru góð skref í átt að tryggja öfluga og fjölbreytta stétt fagfólks.“

Þeir sem keppa til úrslita um titilinn í ár eru:

  • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
  • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
  • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
  • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri

Á síðasta ári bar Garðar Kári Garðarsson sigur úr býtum í þessari keppni og er því Kokkur ársins 2018.  

Sigurvegarinn fær þátttökurétt í Nordic Chef of the Year 2020 fyrir Íslands hönd.
 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...