Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Fréttir 28. maí 2020

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020. Um er að ræða sérstaklega þá vöruliði tollskrár sem eiga annars við um kjöt og hins vegar garðyrkjuafurðir, einkum plöntur og grænmeti.

Miðvikudaginn 13. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. Verð tollkvótans fyrir öll valin verðtilboð réðst af verði lægsta valda tilboðsins í hverjum vörulið, á grundvelli 1. gr. laga nr. 152/2019 um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir blómstrandi pottaplöntur í tollskárnúmeri (0602.9091) samtals 2.400 stk., á meðalverðinu 107 kr./stk. Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 89 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 1.650 stk. á jafnvægisverðinu 89 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir aðrar pottaplöntur í tollskrárnúmeri (0602.9093) samtals 2.900 stk., á meðalverðinu 113 kr./stk.  Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 99 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 2.160 stk. á jafnvægisverðinu 99 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm í tollskrárnúmeri (0603.1400) samtals 12.000 stk., á meðalverðinu 48 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 40 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stk. á jafnvægisverðinu 49 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir afskorin blóm, í tollskrárnúmeri (0603.1909) samtals 184.750 stk. á meðalverðinu 40 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 17 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 118.750 stk. á jafnvægisverðinu 40 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

Blómstrandi pottaplöntur júlí - desember 2020

Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.400 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
250 Grænn markaður ehf

Aðrar pottaplöntur júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.900 Garðheimar–Gróðurvörur ehf
260 Grænn markaður ehf

Tryggðablóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
3.500 Grænn markaður ehf
3.000 Samasem ehf

(Annars)  afskorin blóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
4.964 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
113.786 Samasem ehf
 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.