Trausti Hjálmarsson nýr formaður deildar sauðfjárbænda
Á Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands nú í morgun var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð í Biskupstungum kosinn nýr formaður, í stað Guðfinnu Hörpu Árnadóttur Straumi.
Kosningar á þinginu eru rafrænar.
Trausti hlaut 45 atkvæði af 51 greiddu atkvæði, þrír seðlar voru auðir og þrjú atkvæði fóru á þrjá aðra fulltrúa á Búgreinaþingi.
Kosning tveggja fulltrúa í stjórn deildar stóð yfir rétt fyrir hádegishlé, en að svo búnu er kosning fulltrúa á Búnaðarþing fyrir deildina.
Samkvæmt dagskrá verður aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn klukkan 14 í dag og fundarlok áætluð klukkan 16.
Búgreinaþing deildar sauðfjárbænda er haldið á Hótel Natura.