Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Fréttir 14. júní 2018

Tuttugu og einn útskrifaðist af garðyrkjubrautum LbhÍ

Brautskráning nemenda af garðyrkjubrautum við Land­búnaðarháskóla Íslands fór fram í Hveragerðiskirkju 26. maí sl. Alls var 21 nemandi brautskráður. 
 
Sjö luku bóklegum hluta í garðyrkjuframleiðslu en námið er þannig upp sett að nemandi klárar tvö ár bókleg á Reykjum í Ölfusi og tekur svo verklegt nám innan greinarinnar. 
 
Fjórtán í skrúðgarðyrkju
 
Níu nemendur luku bóklegu námi í skrúðgarðyrkju og fimm útskrifuðust sem skrúðgarð­yrkjufræðingar en það nám er löggild iðngrein. 
 
Í garðyrkjuframleiðslu hlutu þrír nemendur viðurkenningu. 
 
Þröstur Þórsson hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn á garð- og skógarplöntulínu með 9,61. 
Íris Grétarsdóttir hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn af línu lífrænnar ræktunar matjurta með einkunnina 9,59. 
 
Í ylræktun var Ingvari Þorsteinssyni færð viðurkenning fyrir bestan árangur með einkunnina 9,20.
Jóhann Böðvar Skúlason fékk viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn útskrifaðra nema úr bóklegu og verklegu námi á skrúðgarðyrkjubraut en meðaleinkunn hans var 8,6. 
 
Helle Laks fékk viðurkenningu fyrir hæstu einkunn úr bóklegu skrúðgarðyrkjunámi eða 9,75. Hún var einnig dúx skólans að þessu sinni.
 
Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ, og Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar og staðar­haldari á Reykjum, fluttu ávörp og óskuðu nemendum til hamingju með daginn. 
 
Við athöfnina söng Einar Clausen tvö lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...