Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Mynd / MHH
Fréttir 13. september 2019

Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Sláturtíðin fer mjög vel af stað, við byrjum að slátra miðviku­daginn 4. september og verðum næstu vikurnar í þessu af fullum krafti,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.  
 
„Við erum með frábært starfsfólk, útlendinga og Íslendinga, sem gera það að verkum að við erum bjartsýn á að allt gangi mjög vel.“
 
Bjarki Freyr Sigurjónsson frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum er einn af matsmönnum SS og er hér að skoða skrokk. Bændurnir í Skarði í Landsveit fylgjast spenntir og brosandi með, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson, sem eru með á annað þúsund fjár.
 
Alls verður slátrað um 110 þúsund fjár á Selfossi. Af þeim 100 útlendingum sem munu vinna í slátur­tíðinni koma flestir frá Póllandi og Nýja-Sjálandi. Íslendingarnir eru 40. 
 
„Þetta er allt starfsfólk sem hefur verið meira og minna hjá okkur í sláturtíð síðustu ár, þaulvant og veit um  hvað verkefnin og vinnan snúast, við gætum ekki verið heppnari,“ bætir Benedikt við. Fall­þungi lambanna hefur verið góður og almennt er ánægja með þau, enda sumarið búið að vera einstaklega gott sunnanlands. Bændur fá að jafnaði 8% hærra verð fyrir kjötið en síðasta haust hjá SS.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segir sláturtíðina hafa farið mjög vel af stað.  
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...