Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Mynd / MHH
Fréttir 13. september 2019

Um 110 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Sláturtíðin fer mjög vel af stað, við byrjum að slátra miðviku­daginn 4. september og verðum næstu vikurnar í þessu af fullum krafti,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.  
 
„Við erum með frábært starfsfólk, útlendinga og Íslendinga, sem gera það að verkum að við erum bjartsýn á að allt gangi mjög vel.“
 
Bjarki Freyr Sigurjónsson frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum er einn af matsmönnum SS og er hér að skoða skrokk. Bændurnir í Skarði í Landsveit fylgjast spenntir og brosandi með, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson, sem eru með á annað þúsund fjár.
 
Alls verður slátrað um 110 þúsund fjár á Selfossi. Af þeim 100 útlendingum sem munu vinna í slátur­tíðinni koma flestir frá Póllandi og Nýja-Sjálandi. Íslendingarnir eru 40. 
 
„Þetta er allt starfsfólk sem hefur verið meira og minna hjá okkur í sláturtíð síðustu ár, þaulvant og veit um  hvað verkefnin og vinnan snúast, við gætum ekki verið heppnari,“ bætir Benedikt við. Fall­þungi lambanna hefur verið góður og almennt er ánægja með þau, enda sumarið búið að vera einstaklega gott sunnanlands. Bændur fá að jafnaði 8% hærra verð fyrir kjötið en síðasta haust hjá SS.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segir sláturtíðina hafa farið mjög vel af stað.  
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...