Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur farið fyrir hópi norðlenskra bænda sem vilja tilboð í rafmagn.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 1. ágúst 2018

Um 70 bændur óska eftir tilboði í rafmagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í að við munum óska eftir tilboðum í nálægt 6 gígavattsstundir sem er það magn raforku sem keypt er í dag hjá þeim tæplega 70 bændum sem hafa óskað eftir að vera með í að láta bjóða í kaup á rafmagni,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Á aðalfundi sambandsins í vor var samþykkt tillaga um að kannað yrði hvort hægt væri að ná hagstæðari kaupum á rafmagni með því að láta bjóða í. „Það er þannig með rafmagnið, að gæðin eru eins sama af hverjum keypt er,“ segir Sigurgeir.

Til hagsbóta fyrir félagsmenn

Hann segir alla söluaðila rafmagns hafa möguleika á að selja hvar sem er í dreifbýli, en RARIK sér um dreifinguna hver svo sem selur rafmagnið. „Ef vel tekst til er aldrei að vita nema það verði kannað með útboð á fleiri þáttum rekstar,“ segir hann er iðulega fari menn yfir stöðuna og kanni hvað hægt sé að gera til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Sigurgeir er nú að senda út bréf til þeirra fyrirtækja sem geta selt rafmagn í Eyjafirði og verður þeim boðið að bjóða í viðskiptin þannig að of snemmt er að segja fyrir um hvað út úr þreifingunum kemur.

Aðgerðaáætlun staðfest
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæm...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir n...

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu
Fréttir 20. ágúst 2024

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu

Hófhirða hrossa er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður í húsnæði Eldhesta í...

Gróska hjá blómabændum
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að ...

Útboð á holdagripum
Fréttir 20. ágúst 2024

Útboð á holdagripum

Nautís seldi bændum tíu hreinræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtal...

Þoka hefur torveldað veiðiskap
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem a...

Allt grænmeti er seint á ferðinni
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt...

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirsk...