Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefán Már Símonarson.
Stefán Már Símonarson.
Fréttir 29. mars 2022

Umræða um aðföng mikilvæg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Félags eggjabænda segir að umræða um aðföng í landbúnaði sé mikilvægasta um­ræð­u­efnið á Búnaðarþingi að þessu sinni. Því ef aðföng hækki muni matvælaverð hækka í kjölfarið.


Fulltrúar deilda eggjabænda á Búnaðarþingi 2022 verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.
Að sögn Stefáns, sem jafnframt er formaður Félags eggjabænda, munu eggjabændur ekki leggja fram neina formlega tillögu á þinginu.

Hafa áhyggjur af afleiðingum stríðsins í Úkraínu

„Því er samt ekki að neita að við hjá deild eggjabænda erum talsvert upptekin af ástandinu í Úkraínu og þeim afleiðingum sem stríðið hefur. Í búskap eins og okkar skipta aðföng gríðarlegu máli, hvort sem þau eru í formi korns eða tilbúins fóðurs og það sem veldur okkur mestum áhyggjum.“

Aðföng og matvælaverð

„Annað sem er þessu tengt er innlend kornrækt sem við munum fylgjast með og taka þátt í umræðum um ef til kemur enda slík ræktun mikilvæg að okkar mati.

Eins og staðan er í dag ýtir umræðan um aðföng öllu öðru til hliðar að mínu mati enda gríðarlega mikilvægt mál og áhyggjuefni að ef aðföng hækka í verði mun matvælaverð hækka í kjölfarið,“
segir Stefán.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...