Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefán Már Símonarson.
Stefán Már Símonarson.
Fréttir 29. mars 2022

Umræða um aðföng mikilvæg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Félags eggjabænda segir að umræða um aðföng í landbúnaði sé mikilvægasta um­ræð­u­efnið á Búnaðarþingi að þessu sinni. Því ef aðföng hækki muni matvælaverð hækka í kjölfarið.


Fulltrúar deilda eggjabænda á Búnaðarþingi 2022 verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.
Að sögn Stefáns, sem jafnframt er formaður Félags eggjabænda, munu eggjabændur ekki leggja fram neina formlega tillögu á þinginu.

Hafa áhyggjur af afleiðingum stríðsins í Úkraínu

„Því er samt ekki að neita að við hjá deild eggjabænda erum talsvert upptekin af ástandinu í Úkraínu og þeim afleiðingum sem stríðið hefur. Í búskap eins og okkar skipta aðföng gríðarlegu máli, hvort sem þau eru í formi korns eða tilbúins fóðurs og það sem veldur okkur mestum áhyggjum.“

Aðföng og matvælaverð

„Annað sem er þessu tengt er innlend kornrækt sem við munum fylgjast með og taka þátt í umræðum um ef til kemur enda slík ræktun mikilvæg að okkar mati.

Eins og staðan er í dag ýtir umræðan um aðföng öllu öðru til hliðar að mínu mati enda gríðarlega mikilvægt mál og áhyggjuefni að ef aðföng hækka í verði mun matvælaverð hækka í kjölfarið,“
segir Stefán.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...