Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. apríl 2020

Unnið að lausnum vegna námsdvalar búfræðinema

Höfundur: smh

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú unnið að lausnum fyrir þá búfræðinema sem fara til námsdvalar á kennslubúum, en vegna samkomubanns var jafnvel óttast að það þyrfti að fresta þeim. Þær eru jafnan fyrirhugaðar í lok mars ár hvert, í 12 vikur í senn.

Kristín Sveiney Baldursdóttir, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, segir að nú liggi fyrir að nemendurnir séu skilgreindir eins og tækni- eða iðnnemar þar sem þeir vinna undir leiðsögn síns meistara. „Nema í okkar tilfelli er meistarinn námsdvalarbóndi, sem sjálfur er útskrifaður búfræðingur,“ segir hún.

Nemendur mega fara með ákveðnum skilyrðum

Kristín Sveiney Baldursdóttir hefur umsjón með námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands.

„Nemendur okkar mega þar af leiðandi fara í námsdvöl á bæjunum með þeim skilyrðum að sjálfsögðu að bændur og nemendur séu ásáttir um það. Uppi eru margvíslegar aðstæður, bæði hjá nemendum okkar og bændum og var við því að búast. Við komum til móts við nemendur okkar með ákveðnum sveigjanleika, en gerum jafnframt ákveðnar kröfur á móti. Við mælumst til þess að nemandi fari ekki af bæ á meðan á námsdvölinni stendur nema í fullkomnu samráði við bóndann.

Með þessu móti styttist námsdvölin að einhverju leyti. Eins eru einhverjir nemendur sem fresta för sinni í námsdvöl fram yfir páska eða taka hreinlega stöðuna þegar að samkomubanni lýkur.

Þessi mál eru nú í óðaönn að skýrast og er ég vongóð um að þessi mál leysist farsællega. Ég finn mikinn skilning frá námsdvalarbændum og treysti þeim fullkomlega til að taka rétta ákvörðun sem byggir á þeirra tilfinningu og aðstæðum,“ segir Kristín Sveiney Baldursdóttir

Öll kennsla við LbhÍ á stafrænu formi

Í frétt á vef Landbúnaðarháskóla Íslands kemur fram að kennsla hafi að öllu leyti verið færð á form stafrænnar fjarkennslu, eins og raunin sé með aðra framhalds- og háskóla. Þar segir að nemendur og starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við fyrirliggjandi verkefni.
 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...