Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. apríl 2020

Unnið að lausnum vegna námsdvalar búfræðinema

Höfundur: smh

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú unnið að lausnum fyrir þá búfræðinema sem fara til námsdvalar á kennslubúum, en vegna samkomubanns var jafnvel óttast að það þyrfti að fresta þeim. Þær eru jafnan fyrirhugaðar í lok mars ár hvert, í 12 vikur í senn.

Kristín Sveiney Baldursdóttir, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, segir að nú liggi fyrir að nemendurnir séu skilgreindir eins og tækni- eða iðnnemar þar sem þeir vinna undir leiðsögn síns meistara. „Nema í okkar tilfelli er meistarinn námsdvalarbóndi, sem sjálfur er útskrifaður búfræðingur,“ segir hún.

Nemendur mega fara með ákveðnum skilyrðum

Kristín Sveiney Baldursdóttir hefur umsjón með námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands.

„Nemendur okkar mega þar af leiðandi fara í námsdvöl á bæjunum með þeim skilyrðum að sjálfsögðu að bændur og nemendur séu ásáttir um það. Uppi eru margvíslegar aðstæður, bæði hjá nemendum okkar og bændum og var við því að búast. Við komum til móts við nemendur okkar með ákveðnum sveigjanleika, en gerum jafnframt ákveðnar kröfur á móti. Við mælumst til þess að nemandi fari ekki af bæ á meðan á námsdvölinni stendur nema í fullkomnu samráði við bóndann.

Með þessu móti styttist námsdvölin að einhverju leyti. Eins eru einhverjir nemendur sem fresta för sinni í námsdvöl fram yfir páska eða taka hreinlega stöðuna þegar að samkomubanni lýkur.

Þessi mál eru nú í óðaönn að skýrast og er ég vongóð um að þessi mál leysist farsællega. Ég finn mikinn skilning frá námsdvalarbændum og treysti þeim fullkomlega til að taka rétta ákvörðun sem byggir á þeirra tilfinningu og aðstæðum,“ segir Kristín Sveiney Baldursdóttir

Öll kennsla við LbhÍ á stafrænu formi

Í frétt á vef Landbúnaðarháskóla Íslands kemur fram að kennsla hafi að öllu leyti verið færð á form stafrænnar fjarkennslu, eins og raunin sé með aðra framhalds- og háskóla. Þar segir að nemendur og starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við fyrirliggjandi verkefni.
 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...