Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. október 2022

Unnið að verndaráætlun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðitímabil rjúpu er frá 1. nóvember til 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags. Veiðar skulu hefjast á hádegi þá daga sem veiði er heimil og skal eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur. Unnið er að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins er ítrekað að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Samdráttur í rjúpnastofninum

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár. Biðlar umhverfisráðherra til veiðimanna að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi. Slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Þá hvetur ráðherra veiðimenn til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Friðlönd fyrir rjúpu

Hjá Umhverfisstofnun er unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.

Fyrir liggur tímasett verkáætlun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir miklu samráði og samtali við hagsmunaaðila og að áætlunin verði tilbúin til kynningar um miðjan maímánuð 2023.

Áætlunin mun einnig fjalla um gildi og hlutverk griðlanda við veiðistjórnun og mun framtíð griðlandsins á SV-landi koma þartil umfjöllunar og endurskoðunar.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur farið fram á að þeirri vinnu verður hraðað eins og hægt er og á grundvelli hennar verði fyrirkomulag veiða í framtíðinni ákveðið.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...