Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. október 2022

Unnið að verndaráætlun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðitímabil rjúpu er frá 1. nóvember til 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags. Veiðar skulu hefjast á hádegi þá daga sem veiði er heimil og skal eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur. Unnið er að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins er ítrekað að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Samdráttur í rjúpnastofninum

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár. Biðlar umhverfisráðherra til veiðimanna að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi. Slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Þá hvetur ráðherra veiðimenn til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Friðlönd fyrir rjúpu

Hjá Umhverfisstofnun er unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.

Fyrir liggur tímasett verkáætlun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir miklu samráði og samtali við hagsmunaaðila og að áætlunin verði tilbúin til kynningar um miðjan maímánuð 2023.

Áætlunin mun einnig fjalla um gildi og hlutverk griðlanda við veiðistjórnun og mun framtíð griðlandsins á SV-landi koma þartil umfjöllunar og endurskoðunar.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur farið fram á að þeirri vinnu verður hraðað eins og hægt er og á grundvelli hennar verði fyrirkomulag veiða í framtíðinni ákveðið.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...