Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Mynd / ghp
Fréttir 29. mars 2022

Uppbygging og efling Bændasamtakanna megináhersla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Nautgriparæktin stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Líkt og aðrar búgreinar erum við uggandi yfir stöðu mála á tímum heimsfaraldurs og stríðsátaka í Evrópu. Búgreinin hefur nú þegar fundið fyrir hækkunum aðfanga og óvissu um hvað næstu mánuðir og ár bera í skauti sér. Það er því aðkallandi að við tryggjum sanngjarna afkomu bænda, förum af fullri alvöru að vinna að aukinni sjálfbærni landbúnaðarins og tryggjum greininni sanngjarnt starfsumhverfi með regluverki og tollasamningum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.

Deildin sendir nokkrar tillögur á Búnaðarþing sem samþykktar voru á Búgreinaþingi nautgripabænda. „Tillögurnar snúa að uppbyggingu Bændasamtakanna og öðrum málum sem snerta landbúnaðinn allan, þá einna helst fjármögnun hans og innviði,“ segir Herdís Magna. „Okkar megináherslur núna felast kannski helst í því að við náum að byggja upp og efla Bændasamtökin svo að þau geti sinnt því mikla og mikilvæga starfi sem felst í hagsmunagæslu landbúnaðarins.“

Herdís Magna segir að nauta­bændur séu þegar farnir að undirbúa næstu endurskoðun búvörusamninga en sú vinna mun vega þungt á þessu ári. „Nautgriparæktin stefnir að því að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Við erum komin af stað í aðgerðum á búunum sjálfum með þátttöku kúabænda í verkefninu um loftslagsvænan landbúnað og stefnum á að vinna ótrauð áfram að þessu markmiði okkar,“ segir Herdís Magna.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...