Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur lengi unnið við uppstoppun.
Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur lengi unnið við uppstoppun.
Fréttir 7. febrúar 2022

Uppstoppaður kindahaus númer 400 er tilbúinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta er ákveðinn áfangi,“ segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga, sem lengi hefur unnið við uppstoppun, en seint á síðastliðnu ári afhenti hann kindahaus númer 400 frá því hann hóf að stoppa upp. Hausinn fór á Sauðanes við Siglufjörð, var jólagjöf sem vakti lukku.

Kristján kennir sig við Gilhaga í Skagafirði þar sem hann er fæddur og uppalinn, en hann flutti til Akureyrar árið 2008 þar sem hann kom sér upp atvinnuhúsnæði sem hann kallar Hreiðri. Þar sinnir hann uppstoppun sinni og hefur um tíðina haft í nógu að snúast. Mest hefur hann fengist við að stoppa upp dýr, kindahausa til að mynda og tófur hafa líka í áranna rás komið í töluverðum mæli sem og fuglar.

Kristján segir að uppstoppunarferlið sé tímafrekt en „ég hef alltaf jafn gaman af þessu og er svo sem ekki með nein áform um að hætta,“ segir hann.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...