Úrskurður MAST felldur úr gildi
Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðvað innflutning á trjábolum.
Málavöxtu má rekja til þess er MAST hafnaði beðni PCC BakkaSilicon hf. um heimild fyrir innflutningi á trjábolum með berki, frá Póllandi, með þeim rökum að varningurinn samanstæði af villtum plöntum sem safnað væri á víðavangi.
Stofnunin hélt því fram að nytjaskógur teldist ekki sem ræktun við sýrðar aðstæður og því fengist ekki fullkomin vitneskja um möguleg sníkjudýr, veirur, sveppi og bakteríur sem gætu fylgt sendingunum.
PCC BakkiSilicon hf. kærði túlkun MAST til matvælaráðuneytisins þar sem heilbrigðisvottorð fylgdu sendingunni og að ekki væri hægt að skilgreina trjábolina sem „villtar plöntur sem safnað væri á víðavangi“.
Ráðuneytið felldi úr gildi úrskurð MAST og hefur falið stofnuninni að taka málið til meðferðar að nýju þar sem heilbrigðisvottorð væru til staðar og að ekkert hafi komið fram sem gæti bent til að þau uppfylli ekki kröfur.