Búfénaður hefur drepist og fólk hefur veikst vegna PFAS-mengunar í
Búfénaður hefur drepist og fólk hefur veikst vegna PFAS-mengunar í
Mynd / Kristyn Lapp
Utan úr heimi 22. október 2024

Eilífðarefni í ræktarlandi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hátt hlutfall eilífðarefna hefur fundist í landbúnaðarafurðum í Bandaríkjunum. Það er rakið til notkunar skólps sem áburð á ræktarlönd sem hófst fyrir áratugum síðan.

Bandarísk stjórnvöld hafa um áratugaskeið hvatt bændur til að nýta hreinsað skólp frá sveitarfélögum sem áburð. Seyran er uppfull af næringarefnum og með þessu er komist hjá urðun. Nýjar rannsóknir benda til þess að skólpið, sem kemur bæði frá heimilum og iðnaði, getur innihaldið PFAS. Þessi eilífðarefni hafa nú fundist í miklu magni í ræktarlandi í ríkjum eins og Texas, Maine, Michigan, New York og Tennessee. The New York Times greinir frá.

Þessi þrávirku eilífðarefni, sem eru oft kölluð PFAS, safnast upp í vistkerfum og geta borist í menn meðal annars í gegnum fæðu. Fjölmörg efni sem eru notuð í allt frá útivistarfatnaði, viðloðunarfríum steikarpönnum og ýmsu sem viðkemur iðnaði eru nefnd PFAS. Neikvæð áhrif þeirra á heilsu manna og dýra hafa komið í ljós á undanförnum áratugum.

Lífræn bú hafa ekki sloppið

PFAS efnin berast úr ræktarlandinu í fóður, þaðan sem það safnast upp í búfénaði og hefur það greinst í mjólk og kjöti. Bú þar sem er stunduð lífræn ræktun hafa ekki sloppið, en PFAS getur varðveist í jarðvegi í áratugi og haldið áfram að valda skaða löngu eftir að notkun mengaðs skólps er hætt.

Yfirvöld í Michigan voru meðal þeirra fyrstu sem fóru að kanna eilífðarefni í skólpi sem er notað til áburðar. Þar hefur öll landbúnaðarframleiðsla um ókomin ár frá einu býli verið stöðvuð vegna sérlega hás hlutfalls PFAS í jarðveginum. Ekki hefur verið lagst út í víðtæka könnun á PFAS í ræktarlandi í ríkinu þar sem óttast er að það valdi víðtækum efnahagslegum skaða innan landbúnaðargeirans.

Árið 2022 voru yfirvöld í Maine þau fyrstu í Bandaríkjunum til að banna notkun skólps til áburðar. Það er jafnframt eina ríkið sem hefur lagst í markvissa könnun á magni PFAS í ræktarjörð. Hingað til hefur mengun mælst á 68 af meira en hundrað bújörðum sem hafa verið skoðaðar, en til stendur að kanna meira en þúsund.

Málsókn bænda í Texas

Í Texas hafa nokkrir bændur hafið málsókn þar sem búfénaður hefur drepist í miklu magni. Annars vegar gegn Synagro, sem er fyrirtækið sem útvegaði skólpáburð, og hins vegar gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA), þar sem stofnunin var ekki með nógu öflugt regluverk yfir notkun skólps. EPA hefur fylgst með sýklum og þungmálmum en ekki PFAS, þrátt fyrir stöðugt auknar vísbendingar um slæm áhrif eilífðarefna á heilsuna.

Bændurnir tengja veikindi búfénaðarins við notkun mengaðs skólps á nágrannajörð sem barst í grunnvatnið. Í málsókn þeirra kemur fram að ein tegund af PFAS hafi mælst í grunnvatni í hlutföllunum 1.300 hlutar á móti trilljón og innihélt lifur dauðfædds kálfs sambærilegt PFAS efni í hlutföllunum 610.000 hlutar á móti trilljón. Þó það sé ekki fullkomlega samanburðarhæft hefur EPA mælst til þess að í drykkjarvatni séu tvær tilteknar tegundir PFAS efna ekki yfir 4 hlutum á móti trilljón. Ein trilljón samsvarar milljón billjónum.

Notkun á skólpi sem áburð hófst eftir að bann var lagt við að losa það í ár og vötn árið 1972. Bent hefur verið á að bann við notkun skólpáburðar sé ekki endilega lausnin, því eftir að Maine tók fyrir slíka notkun hefur þurft að flytja það í nágrannaríki þar sem urðunarstaðir geta ekki tekið við því. Lausnin felist frekar í því að banna notkun PFAS í vörur og fara fram á að iðnfyrirtæki hreinsi affallið frá sér áður en það er sent í skólphreinsistöðvar.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...