Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útbreiðsla suðrænna tegunda eykst
Fréttir 11. júní 2019

Útbreiðsla suðrænna tegunda eykst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt skýrslu Haf­rannsókna­stofnunar vegna stofnmælingar á botnfiski hefur stofnvísitala þorsks lækkað síðustu tvö ár, en er þó hærri en árin 1985–2011. Mælingar sýna að útbreiðsla tegunda er að breytast og magn suðrænna tegunda að aukast.

Vísitölur ýsu og ufsa lækkuðu frá fyrra ári, eftir að hafa farið hækkandi frá 2014. Vísitölur gullkarfa, löngu og langlúru eru háar miðað við síðustu þrjá áratugi en vísitölur steinbíts, keilu, skarkola, þykkvalúru, lýsu og skötusels eru nú nálægt meðaltali tímabilsins, en stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru í sögulegu lágmarki. Vísitala grásleppu hefur farið lækkandi frá 2015 og er nú undir meðaltali áranna frá 1985.

Árgangur þorsks 2017 nálægt meðallagi

Í skýrslunni segir að árgangur þorsks frá 2017 virðist vera nálægt meðallagi í fjölda en fyrstu mælingar á árgangi 2018 benda til að hann sé undir meðalstærð. Árgangur ýsu frá 2017 mælist nálægt meðallagi en mælingin í ár sýnir að 2018 árgangur ýsu er lélegur.

Ýsa léttist

Meðalþyngd 1 til 5 ára þorsks mældist undir meðaltali áranna 1985 til 2019, en meðalþyngd eldri þorsks var um eða yfir meðaltali. Mælingar síðustu fjögurra ára sýna að árgangurinn frá 2015 er með þeim léttari frá 1985. Meðalþyngd ýsu eftir aldri hefur verið há undanfarin ár og mældist nú yfir meðaltali hjá öllum aldurshópum nema 1 og 2 ára.

Loðna mest fyrir sunnan og vesta

Loðna var helsta fæða þorsks og ýsu eins og ávallt á þessum árstíma. Loðna fékkst í mögum þorsks víðast hvar við landið og mest var í mögum fyrir sunnan og vestan. Fyrir ári síðan fékkst mikið af loðnu í mögum þorsks á grunnslóð við norðanvert landið, en svo var ekki í ár. Sjálfrán er ekki algengt hjá þorski á þessum árstíma.

Magn suðrænna tegunda eykst

Útbreiðsla ýmissa tegunda hefur breyst á tímabilinu, til dæmis ýsu og skötusels þar sem þungamiðja útbreiðslunnar hefur færst vestur og norður fyrir land.

Stofnmælingar síðustu ára bendir til að útbreiðsla skötusels sé farin að líkjast því sem var fyrir aldamót þegar stofninn var lítill. Magn ýmissa suðlægra tegunda svo sem svartgómu, loðháfs og litlu brosmu hefur aukist, en á sama tíma hafa ýmsar kaldsjávartegundir gefið eftir á landgrunninu fyrir norðan. Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarin ár. 

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...