Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Æðarkolla hefur komið sér fyrir á hreiðri við gamla bátaspilið fyrir framan bæjarhúsin í Vigur. Hægra megin má sjá í stefnið á gamla áttæringnum Vigur-Breið sem smíðaður var 1829, en í fjarska er vindmyllan sem reist var 1860 og notuð til að mala korn.
Æðarkolla hefur komið sér fyrir á hreiðri við gamla bátaspilið fyrir framan bæjarhúsin í Vigur. Hægra megin má sjá í stefnið á gamla áttæringnum Vigur-Breið sem smíðaður var 1829, en í fjarska er vindmyllan sem reist var 1860 og notuð til að mala korn.
Mynd / Salvar Ólafur Baldursson
Fréttir 20. júní 2017

Væta hefur aftrað dúntekju hjá Vigurbændum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
„Það er búið að vera hræðilegt veður fyrir æðafugla á þessu svæði, bæði hvasst og óvanalega mikil væta. Þetta hefur væntanlega þau áhrif að dúntekja verður töluvert minni,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vegna votviðris var dúntekja ekki hafin í í byrjun júní en Salvar vonaðist eftir að geta hafist þá handa sem fyrst.
 
Varp hófst á svipuðum tíma og undanfarin ár og er nú fullsest. „Æðarkollurnar setjast upp fyrr en hann gerði fyrir 20 árum. Það munar um viku. Nú erum við að finna orpið 2 .–3. maí en það var alltaf í kringum 10.–11. maí áður fyrr.“
 
Salvar ætlar að árlega séu í Vigri um 2.500–3.500 hreiður æðarfugla en fjöldinn hafi haldist svipaður sl. 20–30 ár. 
 
Verðfall ekki áhyggjuefni
 
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 525 kíló af hreinsuðum æðardún flutt út á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrir það fengust tæplega 110,7 milljónir á svokölluðu FOB-verði. Á sama tíma í fyrra höfðu 789 kíló verið flutt út fyrir um 165,4 milljónir og árið 2015 höfðu fengist 256 milljónir fyrir 724 kíló.
 
Salvar segir verð á dún líklega vera að gefa eftir út af gengi íslensku krónunnar. „Menn gátu aðeins tryggt sig gagnvart gengisstyrkingunni en mér sýnist það gæti orðið svolítið erfitt að halda verðinu.“ Þetta valdi mönnum þó litlum áhyggjum enda eru æðarbændur vanir verðflökti. „Við höfum oft upplifað verðfall á dúninum. Menn vita að það skiptast á skin og skúrir. Stundum er verðið gott og stundum lélegra,“ segir Salvar.
 
Ekkert lát er heldur á lundanum í Vigur og að sögn Salvars er nokkuð mikið um hann í ár. Þá sé krían nytsamlegur vinnufélagi í æðarbúskap. „Hér er þó nokkuð mikið kríuvarp, en það er gott að hafa hana. Hún skrattast í mávunum og hröfnum og maður sér þá hvað um er að vera.“
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...