Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Byggðastofnun
Byggðastofnun
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefði samþykkt lækkun álags á óverðtryggðum lánum til landbúnaðar.

Fór álagið úr 3,5% á REIBOR í 2,5% á REIBOR. Þá fór álag á lánum til kynslóðaskipta í landbúnaði úr 3,3% á REIBOR í 2,0% álag á REIBOR. Að auki hefur stofnunin komið til móts við bændur með frestun greiðslna og öðrum breytingum á skilmálum lána til að létta undir eins og kostur er.

Nýsköpun og frekari uppbygging

Samkvæmt frekari upplýsingum frá forstöðumanni fyrirtækjasviðs, Hrund Pétursdóttur, lækkuðu að sama skapi kjör óverðtryggðra lána Byggðastofnunar í lánaflokkunum nýsköpunarlán, græn lán og lán til stuðnings atvinnureksturs kvenna nú um áramótin.

„Lánaflokkarnir eiga það sammerkt að ýta undir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í lands- byggðunum og þá sérstaklega í viðkvæmari byggðarlögum. Er markmiðið því að styðja betur við þau verkefni sem þegar hafa fengið fjármögnun úr þessum lánaflokkum og hvetja til frekari uppbyggingar í byggðum landsins. Hafa bændur einnig sótt fjármagn í þessa lánaflokka, t.d. með virkjun bæjarlækja eða til nýsköpunar í framleiðslu.“

Þessu er við að bæta að stjórn Evrópska fjárfestingasjóðsins (EIF) samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar að hefja samninga-viðræður við Byggðastofnun um aðild að InvestEU ábyrgðasamkomulagi sjóðsins. Byggðastofnun var áður aðili að COSME ábyrgðasamkomulagi EIF en það hefur gert stofnuninni kleift að m.a. bjóða fyrrnefnd lán til kynslóðaskipta í landbúnaði þar sem lægri krafa um eigið fé og aukinn sveigjanleiki með greiðslur í upphafi gerir ungum bændum auðveldara um vik að hefja búskap.

Aukinn og rýmri stuðningur

Þátttaka Íslands í InvestEU áætlun Evrópusamstarfsins gefur fyrirheit um stórauknar fjárfestingar í nýsköpun, stafrænni væðingu og grænum lausnum hér á landi.

„Í samtalinu við EIF um aðild að InvestEU ábyrgðasamkomulaginu nú verður áfram horft til þess að styðja við nýliðun í landbúnaði.

Þá verða lán til grænna verkefna útvíkkuð frekar auk þess sem lánaflokkur til brothættra byggða er á teikniborðinu. Vonir eru bundnar við að endanlegt samkomulag liggi fyrir í vor, en takist það munu hinar dreifðari byggðir landsins áfram njóta góðs af,“ segir Hrund Pétursdóttir.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...