Vélaverkstæði Þóris á Selfossi tuttugu ára
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vélaverkstæði Þóris á Selfossi varð tuttugu ára 1. mars sl., og haldið var upp á tímamótin föstudagskvöldið 13. mars með opnu húsi í nýju og glæsilegu verkstæði við Austurveg 69.
„Það hefur verið jafn og þéttur stígandi í rekstrinum og nú erum við með sautján starfsmenn á launaskrá. Meginstarfsemin er í kringum viðgerðir á landbúnaðartækjum, vörubifreiðum, þungavinnuvélum og síðast en ekki síst smurþjónusta á öllum tækjum og bílum.“
Fara víða um land
„Við förum líka víða um land og jafnvel út fyrir landsteinana í viðgerðaleiðangra,“ segir Þórir L. Þórarinsson hjá Vélaverkstæði Þóris á Selfossi en fyrirtæki hans varð tuttugu ára 1. mars sl., og haldið var upp á tímamótin föstudagskvöldið 13. mars með opnu húsi í nýju og glæsilegu verkstæði við Austurveg 69. Sautján starfsmenn eru á launaskrá.“
Styrkur að hafa trausta viðskiptavini
„Það er styrkur hvers fyrirtækis að hafa trausta og góða viðskiptavini og sér í lagi gott starfsfólk, sem er tilbúið að leggja mikið á sig í tíma og ótíma. Þá má ég ekki gleyma fjölskyldunni minni, sem hefur verið mjög umburðarlynd í gegnum árin,“ segir Þórir.