Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verndum plöntur – Verndum líf
Fréttir 30. desember 2019

Verndum plöntur – Verndum líf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur lýst árið 2020 Alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis í heiminum. Á heimasíðu FAO segir að með tilnefningunni sé ætlunin að auka meðvitund jarðarbúa á nauðsyn þess að gæta að plöntuheilbrigði til að vinna gegn hungri og draga úr fátækt, vernda umhverfið og auka hagsæld.

Í yfirlýsingu FAO vegna tilnefningarinnar segir að þrátt fyrir að plöntur séu uppspretta súrefnis í heiminum og stórs hluta þess matar sem við neytum sé lítið gert til að huga að heilbrigði þeirra.

Samkvæmt áætlun FAO tapast um 40% af uppskeru nytjaplantna í heiminum vegna plöntusjúkdóma og meindýra sem leggjast á plöntur. Afleiðing þessa er matvælaskortur hjá milljónum manna í fátækustu ríkjum heims og mikið tekjutap þeirra sem leggja stund á ræktun matjurta.

Fyrirbyggjandi aðgerðir vænlegastar

Samkvæmt FAO er mun betra að beita fyrirbyggjandi aðferðum til að draga úr matarsóun vegna plöntusjúkdóma og afáti meindýra heldur en að berjast við vandann eftir að hann er kominn. Erfitt og nánast ómögulegt er að útrýma plöntusjúkdómum eða rándýrum í ræktun ef þau ná fótfestu.

Hvað er hægt að gera?

Samkvæmt FAO geta allir lagt sitt af mörkum til að stuðla að eflingu plöntuheilbrigðis í heiminum. Eitt það sem allir geta gert er að bera ekki með sér plöntur eða plöntuhluta eða panta þær milli landa nema að heilbrigðisvottorð fyrir gróðurinn liggi fyrir. Plöntusjúkdómar geta hæglega borist þannig milli landa og valdið gríðarlegu tjóni.

Í yfirlýsingu FAO er skorað á stjórnvöld að auka fræðslu um plöntuheilbrigði og á mikilvægi plantna fyrir mannkynið. Auk þess sem stjórnvöld eru hvött til að efla eftirlit með innflutningi plantna og tryggja heilbrigði þeirra. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...