Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi.
Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi.
Mynd / HKr
Fréttir 28. mars 2022

Vilja gera Byggðastofnun að betri lánveitanda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild loðdýrabænda ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á Búnaðarþingi 2022 að
Bændasamtök Íslands hefji viðræður við stjórnvöld um að finna leiðir til að gera Byggðastofnun að betri lána­stofnun fyrir landbúnaðinn.

Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi, segir að loðdýrabændur ætli að leggja fram eina tillögu á þinginu.

„Tillagan snýr ekki eingöngu að málefnum loðdýrabænda heldur ætluð landbúnaðinum í heild og gengur út á að efla Byggðastofnun sem lánastofnun fyrir alla bændur.“

Bæta þarf lánakjör Byggðastofnunar

Tillagan gengur út á að Búnaðarþing samþykki að sett verði í gang vinna með stjórnvöldum um lækkun fjármagnskostnaðar við framleiðslu búvara á Íslandi.

„Við viljum að Byggðastofnun verði gert kleift að bjóða bændum lán á betri lánskjörum en gert er í dag, en með því má lækka framleiðslukostnað og styrkja samkeppnisstöðu íslensks landbún­aðar, en eins og vitað er þá er fjármagnskostnaður af fjárfestingum í byggingum, vélum eða jarðnæði lægri í okkar nágrannalöndum heldur en hér á landi þó svo að hér sé til dæmis byggingarkostnaður almennt hærri vegna meiri krafna á byggingar. Með því að lækka fjármagnskostnaðinn við þessar fjárfestingar lagast því að einhverju leyti samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar við til dæmis innfluttar landbúnaðarvörur.“

Markaður fyrir loðskinn frosinn

Eins og komið hefur fram í Bændablaðinu fraus markaðurinn fyrir loðskinn sama dag og Rússar gerðu innrás í Úkraínu en á þeim tímapunkti voru skinnauppboð í gangi.

Einar segir að loðdýrabændur séu þessa dagana að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að snúa sér vegna stöðunnar.
„Spurningin er hvort við eigum að fara í viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að vandanum eða hvaða vinkil við eigum að taka. Viðræður við stjórnvöld eru ekki hafnar en við erum að velta þessum málum fyrir okkur hér innan búgreinadeildarinnar og höfum aðeins rætt þetta við stjórn Bændasamtakanna. Málið er því í vinnslu.“

Afsetning lífræns úrgangs

„Það er margt við loðdýraeldi sem er jákvætt inn í umræðuna um umhverfis- og loftslagsmál og nýtingu hráefna. Dæmi um það er að hráefni í fóður fyrir loðdýr er að uppistöðu til sláturúrgangur frá matvælaframleiðslu sem víða er til vandræða í dag enda bannað að urða lífrænan úrgang. Loðdýraeldi er því góð aðferð til að afsetja úrganginn og við því klárlega gjaldgeng inn í þá umræðu,“ segir Einar á lokum.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...