Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Mynd / VH
Fréttir 25. mars 2022

Vilja íslenskan mink á fæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar danskra minkabænda voru staddir hér á landi fyrir stuttu til að kanna möguleika á að kaupa milli 20 og 25 þúsund lifandi minkalæður og högna.

Danirnir, Erik Vammen og Jesper Jensen, sem voru á landinu í þrjár vikur, eru báðir minkabændur og heimsóttu íslenska kollega sína.

Að þeirra sögn eru samtök minkabænda í Danmörku búin að sækja um leyfi til að hefja minkaeldi á ný eftir að öllum minkum þar var fargað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í minkum þar fyrir tveimur árum.

Í samtali við Bændablaðið sögð­ust Danirnir bjartsýnir á að leyfið yrði afgreitt í maí. Þeir segjast einnig vera sannfærðir um að verð á minkaskinnum eigi eftir að hækka, enda verðið verið óvenjulágt á síðustu árum. Þeir segja að loðdýrabændur hafi lifað af þrengingar á markaði áður og að þeir munu lifa þrengingarnar núna af líka.

Ástæður þess að Danir hafa áhuga á íslenskum dýrum eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi að minkar á Íslandi eru lausir við sjúkdóma sem herja á eldisminka í Evrópu, og í öðru lagi að íslenskir minkar eru upprunnir í Danmörku.

Ef af viðskiptunum verður mun dýrunum verða flogið til Danmerkur.

Vammen og Jensen sögðu að þeir hefðu einnig skoðað möguleikann á að kaupa eða leigja hentugt húsnæði til minkaeldis hér á landi, en að slíkt hafi ekki staðið til boða.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...