Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Erik Vammen og Jesper Jensen.
Mynd / VH
Fréttir 25. mars 2022

Vilja íslenskan mink á fæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar danskra minkabænda voru staddir hér á landi fyrir stuttu til að kanna möguleika á að kaupa milli 20 og 25 þúsund lifandi minkalæður og högna.

Danirnir, Erik Vammen og Jesper Jensen, sem voru á landinu í þrjár vikur, eru báðir minkabændur og heimsóttu íslenska kollega sína.

Að þeirra sögn eru samtök minkabænda í Danmörku búin að sækja um leyfi til að hefja minkaeldi á ný eftir að öllum minkum þar var fargað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í minkum þar fyrir tveimur árum.

Í samtali við Bændablaðið sögð­ust Danirnir bjartsýnir á að leyfið yrði afgreitt í maí. Þeir segjast einnig vera sannfærðir um að verð á minkaskinnum eigi eftir að hækka, enda verðið verið óvenjulágt á síðustu árum. Þeir segja að loðdýrabændur hafi lifað af þrengingar á markaði áður og að þeir munu lifa þrengingarnar núna af líka.

Ástæður þess að Danir hafa áhuga á íslenskum dýrum eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi að minkar á Íslandi eru lausir við sjúkdóma sem herja á eldisminka í Evrópu, og í öðru lagi að íslenskir minkar eru upprunnir í Danmörku.

Ef af viðskiptunum verður mun dýrunum verða flogið til Danmerkur.

Vammen og Jensen sögðu að þeir hefðu einnig skoðað möguleikann á að kaupa eða leigja hentugt húsnæði til minkaeldis hér á landi, en að slíkt hafi ekki staðið til boða.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...