Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. F.v: Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigfús Ingi Sigfússon.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. F.v: Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigfús Ingi Sigfússon.
Fréttir 8. júní 2020

Viljayfirlýsing um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skrifað hefur verið undir vilja­yfir­lýsingu um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. Samræmist viljayfirlýsingin stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjár­festingar í íslensku atvinnu­lífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreif­býlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
 
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköp­unar­ráðherra og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitar­félagsins Skagafjarðar, skrifuðu undir yfirlýsinguna.
 
Tryggja þarf raforkuöryggi
 
Í henni kemur fram að stjórnvöld munu vinna með Sveitarfélaginu Skagafirði að innviðauppbyggingu á svæðinu með það að markmiði að fá mannaflsfreka og umhverfis­væna fjárfestingu inn á svæðið. Liður í þeirri uppbyggingu er m.a. að tryggja raforkuöryggi á svæðinu með Sauðárkrókslínu 2 en framkvæmdir við lagningu hennar hófust í vor.
 
Sveitarfélagið Skagafjörður í samvinnu við menntastofnanir og hagsmunaaðila á svæðinu hafa verið leiðandi á Íslandi í rannsóknum og undirbúningi að uppbyggingu koltrefjaframleiðslu á Íslandi. Er það stefna Sveitarfélagsins Skagafjaðar að vera í fararbroddi á Íslandi á sviði trefjaframleiðslu og tengdrar starfsemi, segir í frétt á vef sveitarfélagsins.
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...