Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru
Fréttir 30. nóvember 2018

Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstaða ráðstefnu um líffræðilega fjölbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna er sú að besta leiðin til að hamla geng fækkun býflugna í heiminum sé að fjölga villtum plöntum.

Gríðarleg fækkun býflugna í heiminum er mörgum mikið áhyggjuefni, ekki bara náttúruverndarsinnum heldur líka bændum og neytendum, þar sem býflugur sjá um frjóvgun á um 80% af helstu nytjaplöntum heimsins.

Þrátt fyrir að ekki séu allir sammála því af hverju býflugnadauði í heiminum stafar eru taldar yfirgnæfandi líkur að óhófleg notkun eiturefna í landbúnaði sé meginástæðan, auk þess sem eyðing fjölbreytilegs náttúrulegs gróðurlendis fyrir einhæfa ræktun sem fylgir landbúnaði hefur líka sitt að segja.

Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í vikunni, mun áhrifamesta leiðin til að draga úr fækkun býflugna að hætta alfarið notkun eiturefna í landbúnaði. Ólíklegt er þó að slíkt gerist fyrsta kastið.

Á ráðstefnunni var bent á að auka mætti lífslíkur flugnanna og um leið auka frjóvgun nytjaplantna og uppskeru með því að sá blómstrandi villijurtum með nytjagróðrinum. Rannsóknir benda til að með því að sá ýmiss konar villigróðri í um fjórðung akra sem reiða sig á frjóvgun býflugna má laða að flugur og þannig auka uppskeruna.

Einnig hefur verið bent á að nýta megi margar villijurtir sem krydd, til ilmolíugerðar, matar- og lyfjagerðar. 

Skylt efni: býflugur | villiplöntur

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...