Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru
Fréttir 30. nóvember 2018

Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstaða ráðstefnu um líffræðilega fjölbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna er sú að besta leiðin til að hamla geng fækkun býflugna í heiminum sé að fjölga villtum plöntum.

Gríðarleg fækkun býflugna í heiminum er mörgum mikið áhyggjuefni, ekki bara náttúruverndarsinnum heldur líka bændum og neytendum, þar sem býflugur sjá um frjóvgun á um 80% af helstu nytjaplöntum heimsins.

Þrátt fyrir að ekki séu allir sammála því af hverju býflugnadauði í heiminum stafar eru taldar yfirgnæfandi líkur að óhófleg notkun eiturefna í landbúnaði sé meginástæðan, auk þess sem eyðing fjölbreytilegs náttúrulegs gróðurlendis fyrir einhæfa ræktun sem fylgir landbúnaði hefur líka sitt að segja.

Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í vikunni, mun áhrifamesta leiðin til að draga úr fækkun býflugna að hætta alfarið notkun eiturefna í landbúnaði. Ólíklegt er þó að slíkt gerist fyrsta kastið.

Á ráðstefnunni var bent á að auka mætti lífslíkur flugnanna og um leið auka frjóvgun nytjaplantna og uppskeru með því að sá blómstrandi villijurtum með nytjagróðrinum. Rannsóknir benda til að með því að sá ýmiss konar villigróðri í um fjórðung akra sem reiða sig á frjóvgun býflugna má laða að flugur og þannig auka uppskeruna.

Einnig hefur verið bent á að nýta megi margar villijurtir sem krydd, til ilmolíugerðar, matar- og lyfjagerðar. 

Skylt efni: býflugur | villiplöntur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...