Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru
Fréttir 30. nóvember 2018

Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstaða ráðstefnu um líffræðilega fjölbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna er sú að besta leiðin til að hamla geng fækkun býflugna í heiminum sé að fjölga villtum plöntum.

Gríðarleg fækkun býflugna í heiminum er mörgum mikið áhyggjuefni, ekki bara náttúruverndarsinnum heldur líka bændum og neytendum, þar sem býflugur sjá um frjóvgun á um 80% af helstu nytjaplöntum heimsins.

Þrátt fyrir að ekki séu allir sammála því af hverju býflugnadauði í heiminum stafar eru taldar yfirgnæfandi líkur að óhófleg notkun eiturefna í landbúnaði sé meginástæðan, auk þess sem eyðing fjölbreytilegs náttúrulegs gróðurlendis fyrir einhæfa ræktun sem fylgir landbúnaði hefur líka sitt að segja.

Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í vikunni, mun áhrifamesta leiðin til að draga úr fækkun býflugna að hætta alfarið notkun eiturefna í landbúnaði. Ólíklegt er þó að slíkt gerist fyrsta kastið.

Á ráðstefnunni var bent á að auka mætti lífslíkur flugnanna og um leið auka frjóvgun nytjaplantna og uppskeru með því að sá blómstrandi villijurtum með nytjagróðrinum. Rannsóknir benda til að með því að sá ýmiss konar villigróðri í um fjórðung akra sem reiða sig á frjóvgun býflugna má laða að flugur og þannig auka uppskeruna.

Einnig hefur verið bent á að nýta megi margar villijurtir sem krydd, til ilmolíugerðar, matar- og lyfjagerðar. 

Skylt efni: býflugur | villiplöntur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...