Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vindmyllu- og orkugarður á Austurlandi
Fréttir 17. nóvember 2022

Vindmyllu- og orkugarður á Austurlandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Danskt fjárfestingafélag vinnur að undirbúningi tveggja stórra orkuverkefna á Austurlandi; annars vegar er um að ræða rafeldsneytisverksmiðju á Reyðarfirði – þar sem ætlunin er að framleiða ammóníak með umhverfisvænum hætti – og hins vegar vindmyllugarð í Fljótsdal.

Verkefnin tengjast með beinum hætti því ein af forsendum þess að rafeldsneytisverksmiðjan geti orðið að veruleika er að nægileg sjálfbær orka verði til taks – en áætlanir ganga út á að vindmyllugarðurinn standi straum af henni.

Tillögur um nýtingu vindorku

Óljóst er í dag hvaða lög og reglur muni gilda um rekstur vindorkuvera í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í sumar starfshóp sem vinnur nú að tillögum um nýtingu vindorku og metur hvort setja þurfi sérlög um raforkuframleiðslu með vindmyllum. Gert er ráð fyrir að þeim verði skilað fyrir 1. febrúar á næsta ári.

Þangað til vinnur danska fjárfestingafélagið að því að ná samningum við sveitarfélögin og landeigendur, um skipulag og afnot af svæðum sem eru talin ákjósanleg undir starfsemi vindmyllugarðsins og rafeldsneytisverksmiðjunnar. Haldnir hafa verið íbúafundir og afrakstur þeirra var vettvangsferð sveitarstjórnarmanna og landeigenda til Spánar til að heimsækja sams konar vindorkugarð sem danska fjárfestingafélagið hafði þar reist.

Átta sams konar verkefni með 3,2 milljarða evra til ráðstöfunar

Verkefnin eru að fullu fjármögnuð, að sögn Magnúsar Bjarnasonar, talsmanns félagsins á Íslandi. Sjö önnur sams konar verkefni eru í bígerð hjá því, en samtals eru þau með um 3,2 milljarða evra til ráðstöfunar.

Vindmyllugarðsverkefnið eitt og sér er talið vera um 50 milljarða fjárfesting, en gert er ráð fyrir að reistar verði 58 vindmyllur sem muni duga fyrir um 350 megavöttum í uppsettu afli sem muni skila þeim 240 megavöttum niður í Reyðarfjörð sem rafeldsneytisverksmiðjan þarf fyrir framleiðslu sína.

Hliðarverkefni verður að reisa þar umhverfisvæna áburðarverksmiðju.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 22–23. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: Vindmyllur

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...