Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi
Fréttir 4. apríl 2016

Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hópur um­hverfisvöktunar á jörðinni (The Group on Earth Observations) hafa kynnt gangsetningu forvarnarvöktunar (Early Warning Crop Monitor). Er því ætlað að berjast fyrir fæðuöryggi á jörðinni. Var þetta tilkynnt þegar fulltrúar helstu iðnríkja heims héldu fund GEO 36 í Genf 8.–9. mars.
 
Vöktunarkerfið er þróað af alheims land­búnaðar­vökt­uninni „GEO Global Agricultural Monitoring Initiative (GEOGLAM)“. Er það stutt af landbúnaðarráðherrum G-20 ríkjanna. Mun uppskeruvöktunin „Early Warning Crop Monitor (ECWM)“ veita upplýsingar inn í kerfið af stöðu uppskeru í heiminum. Einnig veita upplýsingar um ef hætta er á fæðuóöryggi í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum sem og í Mið- og Suðaustur-Asíu. Samkvæmt frétt ECWM í byrjun mars er víða hætta á miklum þurrkum og uppskerubresti vegna El Niño. Á það bæði við ríki í Suðaustur-Asíu og enn frekar í sunnanverðri Afríku. 
 
Mun Early Warning Crop Monitor ásamt GEOGLAM Crop Monitor annast eftirlit fyrir upplýsingaþjónustu landbúnaðarvörumarkaðarins (AMIS). Verður stöðugt fylgst með stöðu landbúnaðarmála og uppskeru í 124 löndum. Það spannar yfir 94% af öllu ræktarlandi heims. UM 40 stofnanir og samtök á heimsvísu munu styðja við þessa framkvæmd, en gefnar verða út mánaðarlegar úttektir.  

Skylt efni: fæðuöryggi | GEO

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem...

Ullarvörur og námskeiðahald
Fréttir 17. desember 2024

Ullarvörur og námskeiðahald

Ullarverið er nafn á nýrri verslun með ullartengdar vörur í verksmiðjuhúsnæði í ...

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli
Fréttir 17. desember 2024

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli

Sveitarfélagið Árborg er nú að láta bora eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli til a...

Gjaldfrjáls skólaganga
Fréttir 17. desember 2024

Gjaldfrjáls skólaganga

Leikskóli verður gjaldfrjáls fyrir öll börn í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholt...

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...