Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framleiðlsuverð á ammóníaki, sem er uppistaðan í áburðarframleiðslu, hefur nær tífaldast vegna hækkunar á orkuverði. Það hefur leitt til um 40% samdráttar í ammoníaksframleiðslu Yara í haust.
Framleiðlsuverð á ammóníaki, sem er uppistaðan í áburðarframleiðslu, hefur nær tífaldast vegna hækkunar á orkuverði. Það hefur leitt til um 40% samdráttar í ammoníaksframleiðslu Yara í haust.
Fréttir 18. nóvember 2021

„Ég er hræddur um að við stefnum inn í matvælakreppu“

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Heimurinn stendur frammi fyrir stórkostlegum skorti á matvæla­framleiðslu þar sem hækkandi orkuverð hefur áhrif á alþjóðlegan landbúnað, sagði forstjóri norska áburðarrisans Yara International í samtali við fjármálaritið Fortune þann 4. nóvember síðastliðinn.

„Ég vil segja þetta hátt og skýrt núna, að við erum að hætta á að fá mjög lélega uppskeru í næsta uppskerutímabili,“ sagði Svein Tore Holsether, forstjóri fyrirtækisins í Osló.

„Ég er hræddur um að við munum lenda í matvælakreppu.“

Holsether ræddi við Fortune á hliðarlínunni á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow og sagði að mikil hækkun á orkuverði í sumar og haust hefði þegar leitt til þess að áburðarverð hefði um það bil þrefaldast.

Í Evrópu náði jarðgasviðmiðið sögulegu hámarki í september, þar sem verðið meira en þrefaldaðist frá júní til október eingöngu. Yara er stór framleiðandi á ammoníaki, sem er lykilefni í tilbúnum áburði til að auka uppskeru. Ferlið við að búa til ammoníak byggir nú á vatnsafli eða jarðgasi.

Svein Tore Holsether, forstjóri Yara. International.

„Að framleiða eitt tonn af ammoníaki síðasta sumar kostaði 110 dollara,“ sagði Holsether. „Núna kostar það 1.000 dollara. Svo það er bara ótrúlegt.“

Matarverð hefur einnig hækkað, sem þýðir að sumir bændur hafa efni á dýrari áburði. En Holsether heldur því fram að margir smábændur hafi ekki efni á hærri kostnaði, sem muni draga úr því sem þeir geta framleitt og afraksturinn verður minni. Það mun síðan skaða fæðuöryggi á viðkvæmum svæðum á tímum þegar aðgengi að mat er ógnað af Covid-19 heimsfaraldri og loftslagsbreytingum. Þar á meðal víðtækum þurrkum.

Stærsti hluthafinn í Yara er norska ríkið. Það hefur gefið bændum sem átt hafa undir högg að sækja andvirði 25 milljóna dala af áburði, sagði Holsether. Hann segir að Yara sé samt ekki fært um að bera kostnaðinn af svo stórkostlegum hækkunum sem orðið hafa á orkuverði.

40% samdráttur í ammoníakframleiðslu

Frá því í september hefur Yara verið að draga úr ammoníakframleiðslu sinni um allt að 40% vegna orkukostnaðar. Aðrir stórir framleiðendur hafa gert slíkt hið sama. Með því að draga úr framleiðslu á ammoníaki mun draga úr framboði áburðar, auk þess sem hann verður dýrari. Það grefur síðan undan matvælaframleiðslu.

Matvælaskortur er ekki bara pirrandi, heldur spurning um líf og dauða

Seinkuð áhrif orkukreppunnar á fæðuöryggi yrði ekki ósvipað áhrifunum sem orðið hafa á örflöguframleiðsluna, sagði Hol­sether. Þar hafa einmitt orðið víðtæk áhrif sem dregið hefur úr margháttaðri iðnaðarvöruframleiðslu, eins og á raftækjum og bílum.

„Þetta er allt tengt því að verksmiðjum var lokað í mars, apríl og maí á síðasta ári og við erum að uppskera afleiðingarnar af því núna,“ sagði hann.

„En ef við fáum jafngildi svona ástands inn í matvælakeðjuna ... og fáum ekki mat, þá er það ekki bara pirrandi, heldur spurning um líf eða dauða.“

Skylt efni: tilbúinn áburður

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...