Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjárflutningar 1952
Gamalt og gott 17. júlí 2023

Fjárflutningar 1952

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þessir vösku fjárflutningamenn æja og fylla á bensíntankana nálægt Hreðavatnsskála – allir úr Eyjafirðinum, nánar tiltekið Öngulsstaðahreppi, eins og hét þá. Var hreppurinn austan Eyjafjarðarár í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Öngulsstaði, en sameinaðist 1. janúar árið 1991 Hrafnagilshreppi og Saurbæjarhreppi undir nafninu Eyjafjarðarsveit. Þetta ár fóru fram stórfelldustu fjárflutningar sem átt höfðu sér stað til þessa, en skv. Morgunblaðinu þann 19. september 1952 kemur fram að um ræði flutninga líflamba frá Norður- til Suðurlands. Frá vinstri: Jón Árnason frá bænum Þverá, bræðurnir Kristján og Hreiðar Sigfússynir frá Ytra-Hóli, en við dæluna stendur Vigfús Guðmundsson, gestgjafi veitingaskálans á Hreðavatni. Uppi á bílnum glyttir í Hjörleif Tryggvason frá Ytra-Laugalandi. Er myndin tekin af Gísla Kristjánssyni, þáverandi ritstjóra búnaðarblaðsins Freys, forvera Bændablaðsins.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...