Vefnaður
Vefnaður er eitt elsta handverk listar sem finna má um veröldina. Við Íslendingar kynntumst vefstólnum á 18. öld (þótt vefnaður hafi verið unninn á annan máta áður) og lærðum brátt að í honum er uppistaðan lárétt, skilin stigin með fótunum og því er mjög fljótlegt að vefa. Þarna sjáum við nemendur Varmalandsskóla í Borgarfirði – líklegast í kringum miðja síðustu öld – önnum kafna í verklegri fræðslu vefnaðar.