Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.

Ein stærð

Efni: 50 g hvítur þrefaldur Þingborgarlopi og 50 g Slettuskjótt, skærrautt, sem er litaður tvöfaldur Þingborgarlopi.

Áhöld: 40 eða 50 sm hringprjónar 4.5 mm og 6 mm.

Húfan: Fitjið upp með hvíta lopanum 68 lykkjur á 4,5 mm prjóninn. Prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar 10-12 sm. Þegar stroff er hálfnað prjónið eina umferð slétta fyrir uppábrotið á húfunni.

Skiptið yfir á 6 mm prjóninn og prjónið tvær umferðir með rauða litnum. Aukið um 2 l í seinni umferðinni jafnt yfir prjóninn.

Þá er prjónað áfram. Takið fimmtu hverja lykkju óprjónaða tvær umferðir í röð og prjónið þær í þeirri þriðju.

Endurtakið þetta 6 sinnum. Þá ættu að vera komnar u.þ.b. 25 umferðir. Þá byrjar úrtaka.

Takið úr á öðrum hverjum stað þar sem lykkjur eru teknar óprjónaðar.

*Takið yfir á hægri prjóninn tvær lykkjur í einu óprjónaðar, prjónið eina lykkju og steypið þeim óprjónuðu yfir báðum í einu, þannig verður miðjulykkjan ofaná*

Endurtakið umferðina á enda. Hættið að taka óprjónaða lykkjur á þessum stað eftir fyrstu úrtöku en haldið áfram með hinar húfuna á enda. Prjónð 10 umferðir án úrtöku og endurtakið hana síðan, en tekið er úr alls fjórum sinnum á þennan hátt.

Þá ættu að vera 15 lykkjur eftir á prjóninum, slítið frá og notið nál til að þræða í lykkjurnar og gangið vel frá endanum. Búið til dúsk að vild.

Hægt er að hafa húfuna dýpri ef vill, þá þarf að eiga meiri lopa. Eins er hægt að stækka hana á þverveginn, þá þarf að bæta við minnst fjórum lykkjum á stroff og fimm á hinn hlutann.

Endurlit
Hannyrðahornið 19. mars 2025

Endurlit

Þessi peysa er endurunnin, var hönnuð fyrir nokkrum áratugum en ástæða þótti til...

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.