Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvað er ... Fosfór?
Á faglegum nótum 5. júlí 2023

Hvað er ... Fosfór?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fosfór er frumefni númer 15 í lotukerfinu, með efnatáknið P. Hann er nauðsynlegur öllum lífverum og eitt mikilvægasta áburðarefnið.

Fosfór er mjög hvarfgjarn og finnst ekki í náttúrunni nema í efnasambandi við önnur frumefni. Algengasta birtingamynd hans er á formi fosfats, sem er efnasamband fosfórs og súrefnis. Jafnframt er hann í öllum lifandi frumum. Við stofuhita er hreinn hvítur fosfór með vaxkennda áferð og glóir í myrkri.

Fosfór var fyrst uppgötvaður af þýska gullgerðarmanninum Henning Brand árið 1669. Fosfór er þrettánda frumefnið sem var uppgötvað, en fram að uppgötvun Brand hafði ekkert nýtt frumefni verið einangrað frá fornöld. Við rannsóknir sínar eimaði hann þvag, sem inniheldur fosfór í miklu magni. Markmið hans var ekki að einangra fosfór, heldur að finna aðferð til að búa til viskustein.

Fosfór gegnir mikilvægu hlutverki í kjarnsýrum, eins og í erfðaefninu DNA. Einnig er fosfór í fosfólípðum, sem er sérstök gerð fituefna sem mynda meginuppistöðu allra frumuhimna. Jafnframt er Fosfór í ATP, sem er orkumiðill fruma.

Fosfór er nauðsynlegt áburðarefni í landbúnaði, þar sem hann nýtist plöntum til orkuflutnings, uppbyggingu rótarkerfis og sprota, ljóstillífunnar, myndum fræja o.fl. Fosfór getur bundist fast í jarðvegi og verið óaðgengilegur plöntum, en á það sérstaklega við í eldfjallajarðvegi, eins og á Íslandi. Það getur leitt til fosfórsskorts í plöntum – þó efnið sé sannarlega til staðar.

Fosfórsbirgðir heimsins eru af skornum skammti, á meðan eftirspurn eykst með aukinni landbúnaðarframleiðslu. Talið er að hann gæti klárast fyrir lok 21. aldarinnar. 95 prósent þess fosfórs sem seldur er á heimsmarkaði er notaður til áburðarframleiðslu.

Stærstu námur heims er að finna í Kína, Marokkó, Bandaríkjunum og Rússlandi. Eftir að viðskiptahömlur voru settar á Rússland hafa Evrópuþjóðir þurft að flytja inn stærstan hluta síns fosfórs frá Marokkó. Stærstu fosfórsnámur Evrópusambandsins eru í Finnlandi, en það land nær þó ekki inn á topp tíu listann yfir stærstu framleiðendur.

Dýr þurfa að taka upp sinn fosfór í gegnum fæðu, en hann finnst í einhverju magni í flestum mat. Meira magn fosfórs er í dýraafurðum en flestum plöntuafurðum. Líkaminn á jafnframt auðveldara með að taka upp þann fosfór sem er í dýraafurðum, samanborið við grænmeti. Fræ, hnetur og blaðgrænmeti eru meðal þeirra plöntuafurða sem innihalda fosfór í miklu magni. Það sama á við um mjólkurvörur.

Ráðlagður dagskammtur fullorðins manns er 800 millígrömm. Vegna þess hversu mikið fæst af fosfór úr fæðu er lítil hætta á að uppfylla ekki þessa þörf. Mikilvægt er að halda sama hlutfalli kalks og fosfórs, en við ofgnótt síðarnefnda efnisins er hætt við að líkaminn fórni kalki úr beinunum til að geta geymt fosfórinn.

Fosfór er oft bætt í matvöru til að ná fram ákveðnum eiginleikum hvað varðar bragð eða áferð. Í gosdrykkjum er fosfórsýra notuð til að gefa súrt og frískandi bragð.

Fosfór er mjög eldfimur, og ef kviknar í honum er nær ómögulegt að slökkva eldinn. Fosfórsprengjur voru notaðar í sprengjuárásum bandamanna á Þýskaland í seinna-stríði.

Heimildir: Wikipedia, Vísindavefurinn, Investingnews og Ólafur Gestur Arnalds.

Skylt efni: fosfór

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....