Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
HönnunarMars
Íslensk hönnun 4. nóvember 2013

HönnunarMars

HönnunarMars fer fram í sjötta sinn, dagana 27. – 30. mars 2014. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

Líkt og undanfarin ár er hefst HönnunarMars með fyrirlestradegi þar sem framúrskarandi hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu. Fyrirlestradagurinn verður haldinn fimmtudaginn 27. mars.

Kaupstefnumótið DesignMatch verður haldið föstudaginn 28. mars í Norræna húsinu þar sem íslenskum hönnuðum gefst tækifæri á að hitta alþjóðlega kaupendur.

Frá opnun hátíðarinnar á fimmtudeginum fram á sunnudag eru sýningar hönnuða og arkitekta opnar um alla borg. Á HönnunarMars býðst tækifæri að auðga andann og hljóta innblástur af hinni taumlausu sköpunargleði sem ríkir innan hönnunarsamfélagsins.

Hægt er að sjá allt um dagsskránna hér 

Þjóðlegar kynjaverur úr þæfðri ull
Fréttir 2. október 2020

Þjóðlegar kynjaverur úr þæfðri ull

Katrín Grétarsdóttir byrjaði að vinna með íslenska ull árið 2003 og eftir það va...

WETLAND skarar fram úr í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum
Íslensk hönnun 17. janúar 2018

WETLAND skarar fram úr í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum

Á dögunum veitti Icelandic lamb nokkrum aðilum viðurkenningar sem skarað hafa fr...

HönnunarMars
Íslensk hönnun 4. nóvember 2013

HönnunarMars

HönnunarMars fer fram í sjötta sinn, dagana 27. – 30. mars 2014. Íslenskir hönnu...

Íslenskri hönnun gerð prýðileg skil í finnsku hönnunartímariti
Íslensk hönnun 28. október 2013

Íslenskri hönnun gerð prýðileg skil í finnsku hönnunartímariti

Út var að koma nýasta tölublað Glorian Koti í Finlandi en það er eitt helsta hei...