Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sláttutætarinn á Þóroddsstöðum við heyskap í sumar. Þegar vandað er til verka er hægt að gera gott og ódýrt fóður með þessari heyverkunaraðferð. Afköstin eru þó minni en þegar pakkað er
í rúllur.
Sláttutætarinn á Þóroddsstöðum við heyskap í sumar. Þegar vandað er til verka er hægt að gera gott og ódýrt fóður með þessari heyverkunaraðferð. Afköstin eru þó minni en þegar pakkað er í rúllur.
Mynd / Gunnar Þórarinsson
Líf og starf 16. ágúst 2022

Fjórir áratugir og á nóg eftir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýlega komst blaðamaður Bændablaðsins á snoðir um Taarup sláttutætara sem var að klára sinn 42. heyskap núna í sumar. Þrátt fyrir að vera hokinn af reynslu þá er sláttutætarinn enn í fullri notkun og segir Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum og eigandi vélarinnar, að hann eigi enn nóg eftir.

Gunnar Þórarinsson. Mynd / MHH

Votverkun á lausu heyi í gryfjur eða turna sem slegið var með sláttutætara var útbreidd heyverkunaraðferð á árum áður. Með tilkomu rúlluvélanna í kringum 1990 vék þessi aðferð, ásamt súgþurrkun, nær alfarið fyrir rúllum.

Borið saman við þær hey­verkunaraðferðir sem algengastar eru núna, þar sem grasið er slegið, þurrkað á velli, rakað í múga og svo yfirleitt pakkað í rúllur, þá sleppir sláttutætarinn nokkrum skrefum. Tæki sem þessi slá og blása heyinu upp í vagn á sama tíma.

„Foreldrar mínir kaupa sláttu­tætarann nýjan árið 1981. Ég man ekki nákvæmlega hver seldi Taarup landbúnaðartæki, en líklegast var það Véladeild Sambandsins. Það var til gamall sláttutætari hér á bænum sem hafði ekki verið notaður í nokkur ár, áður en þessi var keyptur, þar sem það var lítið sem ekkert verkað í vothey á tímabili. Við vorum aðallega með laust þurrhey fram að því.“

Á sínum tíma fengu Taarup sláttutætarar verðlaun fyrir gæði.
Mynd / Tíminn, 1960

Gunnar segir að á þessum 42 sumrum hafi bilanatíðnin verið mjög lág. Það eina sem hefur skemmst séu þrjár legur ásamt því sem hann hefur þurft að endurnýja plötustál sem hefur þynnst.

Frábært fóður í bland við rúllur

Samkvæmt Gunnari er þetta frábært fóður og því hefur hann aldrei hugsað sér að hætta þessari heyverkun. Aðspurður af hverju honum gengi svona vel með heyverkunaraðferð sem sé nánast horfin þá segist Gunnar gruna að margir hafi verið með of stórar flatgryfjur.

„Bæði voru menn kannski of lengi að koma heyinu í þær og eins voru menn þá of lengi að gefa úr þeim, þannig var meiri hætta á því að það hitnaði í heyinu. Hjá okkur eru tvær flatgryfjur og eru þær hvor um sig sex metra breiðar og tólf metra langar. Helmingurinn af heyforðanum fyrir féð er sleginn með þessum tætara og settur í flatgryfjurnar. Hinn helminginn slæ ég og raka í mú

ga, en ég fæ verktaka til þess að rúlla og pakka í plast. Ég sé ákveðna kosti við að blanda þessu saman því ég get stjórnað því hvernig rúlluhey ég
gef á móti votheyinu. Fyrirkomulagið er þannig að á morgnana gef ég kindunum rúllur og svo kemur kvöldgjöfin úr flatgryfjunni. Með þessu endist votheyið allan veturinn á móti 200­ 250 heyrúllum,“ segir Gunnar en á Þóroddsstöðum eru 440 kindur.

Hann bætir því við að þetta sé mjög hagkvæmur kostur vegna lítillar plastnotkunar. „Ég hugsa að plastkostnaðurinn fyrir þessar gryfjur sé vel innan við tíuþúsundkallinn og hluta af plastinu get ég notað á milli ára.“

Ekki eins háður þurrki

Þar sem ekki þarf að taka eins mikið tillit til veðurs og þurrka hefur Gunnar kost á að nýta lakari þurrkdaga en þegar heyjað er í rúllur.

Taarup sláttutætarar voru mjög algengir á árum áður. Véladeild Sambandsins fór með umboðið. Mynd / Búnaðarblaðið Freyr, 1979

„Sem dæmi þá náðum við nokkrum gluggum til þess að klára votheyið tiltölulega snemma rigningasumarið 2014 og vorum við þá betur sett en margir aðrir. Eitt skiptið sáum við fram á tólf tíma rigningarhlé og byrjuðum því að heyja klukkan þrjú um nóttina og slógum alveg til klukkan þrjú um daginn, þegar það fór aftur að rigna.

Við náðum inn drjúgum skammti á þeim tíma.“ Í sumar tók heyskapurinn fimm daga í heildina, slegið var á bilinu ellefu til tólf hektara. „Það tekur reyndar ekki nema tvo daga að fylla hvora gryfju, en svo læt ég síga í henni til að koma aðeins meiru inn.“

Tveggja manna verk

Heyskapurinn á Þóroddsstöðum er að sögn Gunnars tveggja manna verk. „Matthildur Hjálmarsdóttir, eiginkona mín, sér um að moka inn og jafna í gryfjunni og svo er ég alfarið í traktornum. Ég slæ upp í vagninn og sturta heyinu á planið fyrir framan gryfjuna. Við höfum svo notað lítinn Weidemann skotbómulyftara með gamalli heykvísl framan á til þess að koma heyinu inn og þjappa.“

Aðspurður um ókosti þess að heyja á þennan hátt þá nefnir Gunnar að afköstin séu ekki mjög mikil samanborið við annað.

„Þó svo að þetta sé gamaldags tækni með minni afköstum þá virkar
þetta fyrir mig.“

Skylt efni: heyverkun | vélar og tæki

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...