Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjötbollur og kjötsúpa
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 29. október 2021

Kjötbollur og kjötsúpa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þessar heimabökuðu kjötbollur eru svo miklu betri en þær sem eru keyptar tilbúnar. Þær þurfa smá ást og gott íslenskt hráefni.

Kjötbollur

  • 1 stórt egg
  • 1/4 bolli rjómi eða mjólk
  • 3/4 bolli hvítt samlokubrauð í tening- um, skorpan fjarlægð
  • Rúm 200 g hakkað svínakjöt
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • 1/8 tsk. piparrótarmauk
  • 1/8 tsk. malaður svartur pipar
  • 3/4 tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 500 g nautahakk

Sósan

  • 1/2 bolli tómatsósa
  • 1/2 bolli dökkur púðursykur
  • 2 msk. vatn
  • 1 1/2 msk. eplaedik
  • 2 tsk. Worcestershire-sósa
  • 1 msk. fínt saxaður skalottlaukur
  • 1 lítið hvítlauksrif, saxað
  • 1/8 tsk. malaður svartur pipar
  • 1/2 tsk. salt
  • Fínt hökkuð steinselja, ef vill

Hitið ofninn í 185 gráður. Klæðið bökunarplötu með álpappír til að auðvelda hreinsun og setjið ofnfasta bökunargrind yfir, penslið ríkulega með fitu eða fituspreyi.

Þeytið egg og rjóma saman í miðlungs skál. Hrærið brauðinu saman við og maukið þar til engir stórir brauðbitar eru eftir. Setjið til hliðar.

Setjið svínakjötið, hvítlauk, pipar, salt og lyftiduft í blandara með spaða og stillið á mikinn hraða. Blandið þar til þetta er orðið slétt, í um 2 mínútur og skafið skálina eftir þörfum. Bætið brauðblöndunni saman við og þeytið á miklum hraða þar til hún er slétt, í um það bil mínútu, og skafið skálina eftir þörfum. Bætið nautakjötinu út í og þeytið á lágum hraða þar til öllu hefur verið hrært vel saman.

Notið blautar hendur (haldið áfram að væta þær meðan þið hnoðið bollur, má nota hanska) og mótið kjötblönduna í matskeiðastærðar kringlóttar kjötbollur og leggið á tilbúna grindina. Bakið í um það bil 20 mínútur, þar til það er alveg tilbúið.

Á meðan, á stórri pönnu, blandið saman öllum innihaldsefnum fyrir sósuna. Látið sjóða og eldið varlega þar til þykknað er, í um 10 mínútur.

Bætið bökuðu kjötbollunum við sósuna og hrærið til að jafna hana. Setjið þær á fat og svo er hægt að setja tannstöngla í þær. Notið skeið til að dreypa sósunni yfir.

Skreytið með steinselju ef vill. Berið fram heitt.

Kjötbollurnar og sósuna má frysta í aðskildum ílátum í allt að 3 mánuði. Þegar þið eruð tilbúin til að bera fram skuluð þið hita kjötbollurnar í sósunni á eldavélinni yfir miðlungs hita þar til þær eru heitar í gegn.

Ítalskar kokteilbollur

Þessar bollur þarf að elda rólega að ítölskum hætti til að búa til þennan bragðgóða forrétt.

Sama hráefni og fyrir bollurnar hér að ofan

  • ½ bolli ristuð rauð paprika, hægt að kaupa í dós eða krukku – eða rista íslenska papriku sem er náttúrlega best
  • 1/8 tsk. mulið rautt chilli
  • 1 bolli af pastasósu á flösku (eða niðursoðnir úrvals tómatar)
  • 10 lauf fersk basilíka

Í ofnpott sameinið kjötbollur og steikta papriku. Stráið muldum rauðum chili yfir. Hellið pastasósu yfir allt í pottinum.

Lokið og eldið við lágan hita í 4 til 5 klukkustundir eða við háan hita í 2 til 21/2 klukkustund.

Hrærið kjötbollurnar varlega áður en þær eru bornar fram. Berið fram strax eða hafið heitt, skreytið með basilíku.

Framreiðið með pasta.

Íslensk kjötsúpa

Fátt er þjóðlegra en íslensk kjötsúpa. Allir hafa einhvern tímann smakkað hana og sagan segir að hún sé best við þriðju hitun! Það er einfalt að matreiða kjötsúpu og ódýrt.
Útfærslurnar á henni eru óteljandi og engin ein uppskrift til sem er hin eina rétta. Það eru bara tvö skilyrði: Íslenskt lambakjöt og íslenskt grænmeti. Annað er eftir smekk. Hér er uppskrift úr sjónvarpsþáttum sem heita Eldum íslenskt og svo er hér hefðbundin uppskrift úr smiðju Guðmundar Guðmundssonar, en hægt er að finna þættina á YouTube.

  • 600 g lambakjöt af framparti
  • salt og pipar eftir smekk
  • 2-3 l vatn
  • 3 íslenskar kartöflur
  • 1 blaðlaukur
  • 3 gulrætur
  • 1 rófur
  • 80 g sellerí
  • ½ dl hrísgrjón
  • 2-3 tsk. ferskar
  • kryddjurtir (blóðberg, graslaukur, vorlaukur)

Fyrir 4–6.

Veitingastaðir eru byrjaðir að setja gömlu kjötsúpuna í sparifötin með því að setja bleika meyra kjötbita í súpuna. Þetta er súpa sem allir þekkja, hver með sínu nefi, og er eina skilyrðið; íslenskt lambakjöt og íslenskt grænmeti.

Aðferð

Skerið kjötið í smáa bita eða gefið á beini. Hitið kjötið í vatni þannig að fljóti yfir, látið suðuna koma upp. Skolið kjötið í sigti eða fleytið af alla froðu og eggjahvítuefni sem koma upp á yfirborðið. Bætið í vatni, látið suðuna koma upp og fleytið af auka fitu ef fólk vill fituminni súpu. Látið malla í um 60 mín., bætið í grænmeti og látið malla eftir smekk um 2 tíma. Sumir vilja grænmetið minna eldað en öðrum finnst súpan best við þriðju hitun. Kryddið með salti og pipar, bætið í hrísgrjónum og sjóðið í um 20 mín., bætið í kryddjurtum. Auðvitað má nota þurrkaðar súpujurtir, feita kjötbita og annað sem fólk er vant. Framreiðið í bolla eða í fallegri skál. Eldum íslenskt.

Klassísk íslensk kjötsúpa

Guðmundur Guðmundsson

  • 600 g lambasúpukjöt
  • 1 l vatn
  • 1/2 saxaður laukur
  • 150 g gulrætur skornar í bita
  • 30 g hrísgrjón eða
  • 1 msk. súpujurtir
  • 3 msk. steinselja, söxuð (má sleppa)
  • salt
  • pipar
  • kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
  • 1 lítil gulrófa, flysjuð og skorin í bita

Aðferð

Snyrtið kjötið og ef þið viljið minna að fitu má skera hana af eða bara fleyta fituna vel af. Setjið það síðan í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið rólega að suðu og fleytið froðu ofan af. Endurtakið það nokkrum sinnum til að losna við sem mest af sora.

Bætið svo blaðlauk, gulrótum og hrísgrjónum í pottinn ásamt súpujurtum og steinselju. Kryddið með pipar og salti og látið malla undir loki í um hálftíma. Bætið þá kartöflunum út í og látið malla í 10 mín.

Setjið rófurnar í pottinn og sjóðið súpuna í um 15 mínútur í viðbót, eða þar til kjöt og grænmeti er mjúkt. Smakkið súpuna og bragðbætið hana með pipar og salti ef þarf. Þeir sem vilja súpuna tæra geta sleppt hrísgrjónum.

Skylt efni: íslensk kjötsúpa

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.