Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Schwarzenegger sprengir fílatönn í loft upp
Líf&Starf 2. desember 2015

Schwarzenegger sprengir fílatönn í loft upp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leikarinn, sprengjusérfræðingurinn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, lagði nýlega sitt af mörkum til verndunar fíla í heiminum þegar hann sprengdi fílatönn í loft upp á myndbandi.

Myndbandið sýnir Arnald þar sem hann stendur fyrir framan skriðdreka með fílatönn í höndunum. Því næst segir hann með tortímandi röddu veiðiþjófum að hætta að drepa 96 fíla á dag vegna tannanna. Í kjölfarið sést hann tengja við tönnina sprengiefni og sprengja hana í loft upp á heybagga.

Uppátækið er hluti af herferð sem kallast 96 fílar og er ætlað að vekja athygli á þeim fjölda fíla sem að meðaltali eru drepnir af veiðiþjófum á dag vegna tannanna. Ríflega 42 tonn af fílabeini hafa verið gerð upptæk og brennd það sem af er þessu ári þegar reynt hefur verið að smygla því milli landa.

Mest af fílabeini er smyglað frá Kongó, Eþíópíu, Kenía og Mósambík en inn til Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Bandaríkjanna.

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....