Angus holdanaut frá NautÍs fædd 2019
Höfundur: Guðmundur Jóhannesson
Holdanautakynið Aberdeen Angus er óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð og kjötnýting mjög góð. Kynið hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum, mjólkurlagni og léttan burð.
Við val á fósturvísum til uppsetningar hérlendis var sérstaklega horft til nauta sem gefa góða móðureiginleika til uppbyggingar á Angus-holdanautastofni hérlendis. Á árinu 2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 en feður þeirra nauta sem fæddust 2019 og hér eru kynntir eru tveir, Hovin Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029.
Hovin Hauk
Hovin Hauk, f.22. janúar 2012 hjá Espen Krogstad, Tyristrand við Tyrifjarðarvatn í Biskupsruð (Buskerud). Þetta er gott kynbótanaut sem gefur ríflega meðalstóra kálfa með léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum, góðan vaxtarhraða, mikinn fallþunga og góða flokkun. Mæðraeiginleikar dætra eru hins vegar undir meðallagi.
Horgen Erie
Horgen Erie, f. 2. apríl 2009 hjá Gudbrand Johannes Qvale, Auli í Akurshúsum (Akershus). Horgen Erie er alhliða kynbótanaut sem gefur létta burði, bæði hjá kúm og kvígum, góða vaxtargetu og mjög góða flokkun. Mæðraeiginleikar dætra hans, þ.e. gangur burðar og mjólkurlagni, eru mjög miklir.
Til samanburðar við tölur um vöxt gripa á Stóra-Ármóti má nefna að Aberdeen Angus gripir á uppeldisstöðinni á Staur í Noregi voru að vaxa um 1.204-1.666 g/dag við uppgjör í apríl 2020. Í þeim hópi var einn sonur Hovin Hauk NO74043. Nautin sem fæddust á Stóra-Ármóti árið 2018 uxu um 1.304-1.694 g/dag frá fæðingu til og með apríl 2019.
Sæðistaka hafin
Þegar þetta er skrifað er sæðistaka úr þessum nautum hafin en ekki liggur fyrir hver árangur úr henni verður. Það er þó von allra sem að verkefninu standa að síðar í sumar standi þessi naut kúabændum til boða við sæðingar um land allt.
Haukur 19401 - ET (1662742-0013)
Fæddur 29. júní 2019 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Hovin Hauk NO74043 M. Mose av Grani NO102588
Ff. Te Mania Berkley B1 AUVMTB1 Mf. First Boyd fra Li NO74033
Fm. Hovin Victoria NO23868 Mm. Kaja av Grani 0794
Fff. Te Mania Yorkshire Y437 AUVTMY437 Mff. Boyd Next Day US15347911
Ffm. Te Mania Lowman Z53 AUTMZ53 Mfm. NO29125
Fmf. Circle A2000 Plus US12798179 Mmf. L. General AUVLYG1730
Fmm. DMM Lady Essence 4e CA40228 Mmm. NO30796
Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með miklar og vel holdfylltar herðar. Bakið breitt og holdfyllt, malir langar og ákaflega breiðar og holdugar. Holdfylling í lærum mikil og góð. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Vottar fyrir slöðri aftan herðar en Haukur er ákaflega langvaxinn og vel gerður gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 49 kg. Við vigtun 29. maí 2020 vó Haukur 666 kg og hafði því vaxið um 1.842 g/dag frá fæðingu. Haukur hefur alla tíð sýnt gríðarlega mikla vaxtargetu.
Valur 19402 - ET (1662742-0017)
Fæddur 3. júlí 2019 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Hovin Hauk NO74043 M. Mose av Grani NO102588
Ff. Te Mania Berkley B1 AUVMTB1 Mf. First Boyd fra Li NO74033
Fm. Hovin Victoria NO23868 Mm. Kaja av Grani 0794
Fff. Te Mania Yorkshire Y437 AUVTMY437 Mff. Boyd Next Day US15347911
Ffm. Te Mania Lowman Z53 AUTMZ53 Mfm. NO29125
Fmf. Circle A2000 Plus US12798179 Mmf. L. General AUVLYG1730
Fmm. DMM Lady Essence 4e CA40228 Mmm. NO30796
Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur með miklar útlögur, bakið breitt og vel holdfyllt. Malirnar breiðar og holdmiklar. Holdfylling í lærum mikil. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Fallegur og jafnvaxinn gripur með mikla holdfyllingu.
Umsögn: Fæðingarþungi var 43 kg. Við vigtun 29. maí 2020 vó Valur 562 kg og hafði því vaxið um 1.568 g/dag frá fæðingu. Valur hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu.
Eiríkur 19403 - ET (1662742-0020)
Fæddur 8. júlí 2019 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Horgen Erie NO74029 M. Maiken av Grani NO102576
Ff. Horgen Bror NO55754 Mf. First Boyd fra Li NO74033
Fm. Horgen Soria NO20276 Mm. Kari av Grani NO100428
Fff. LCC Major League A502m CA1182273 Mff. Boyd Next Day US15347911
Ffm. Red Brylor Brandy 11c CA765424 Mfm. NO29125
Fmf. Wedderlie Netmark A281 UK560308 Mmf. Te Mania Berkley B1 AUVMTB1
Fmm. Soria av Horgen NO20276 Mmm. NO22184
Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og feikilega útlögumikill með mikla holdfyllingu í baki. Malirnar fremur stuttar en ákaflega breiðar og holdugar. Gríðarmikill og kúptur lærvöðvi. rum. Fótstaða ákaflega bein, sterkleg, rétt og gleið. Jafnvaxinn og sérlega vel gerður gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 46 kg. Við vigtun 29. maí 2020 vó Eiríkur 538 kg og hafði því vaxið um 1.509 g/dag frá fæðingu. Eiríkur hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu.
Máttur 19404 - ET (1662742-0023)
Fæddur 26. júlí 2019 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Horgen Erie NO74029 M. Maiken av Grani NO102576
Ff. Horgen Bror NO55754 Mf. First Boyd fra Li NO74033
Fm. Horgen Soria NO20276 Mm. Kari av Grani NO100428
Fff. LCC Major League A502m CA1182273 Mff. Boyd Next Day US15347911
Ffm. Red Brylor Brandy 11c CA765424 Mfm. NO29125
Fmf. Wedderlie Netmark A281 UK560308 Mmf. Te Mania Berkley B1 AUVMTB1
Fmm. Soria av Horgen NO20276 Mmm. NO22184
Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur með miklar útlögur, bakið holdmikið og breitt. Malirnar stuttar en breiðar og vel fylltar. Mikil og góð lærahold. Fótstaða sterkleg, rétt og gleið. Mjög vel gerður og fallegur gripur á velli.
Umsögn: Fæðingarþungi var 50 kg. Við vigtun 29. maí 2020 vó Máttur 494 kg og hafði því vaxið um 1.442 g/dag frá fæðingu. Máttur hefur ætíð sýnt jafngóða og mikla vaxtargetu.