Breytingar á nautum í notkun
Fagráð í nautgriparækt hefur samþykkt eftirfarandi breytingar á nautum í notkun.
Úr notkun fara Búkki 17031 og Ós 17034. Þeir hafa verið í notkun lengi og notkun á þeim farin að dvína. Einnig fer út notkun Keilir 20031, sem er kominn í einkunnina 107 og merki um minni notkun farin að sjást.
Inn komi í staðinn:
Simbi 19037. Einkunn 110. Hann er sterkur í afurðum og júgurgerð. Lægstu einkunnir eru 97 fyrir fituprósentu og 96 í endingu. Simbi er frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089.
Billi 20009. Einkunn 110. Hann er sterkur í afurðum, spenagerð og mjöltum. Lægsta einkunn er 90 fyrir frjósemi. Billi er frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051.
Pinni 21029. Einkunn 111. Hann er serkur í afurðum, mjöltum og skapi og er hvergi slakur, samkvæmt tilkynningu frá Ráðgjafamiðstöð landabúnaðarins. Pinni er frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. Jafnframt er bent á að Pinni er systursonur Tinds 19025.
Sæði úr Simba og Billa er væntanlegt við næstu áfyllingar. Nánari upplýsingar má nálgast á nautaskra.is.