Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Danskir vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að gera prótein úr grasi nýtanlegt fyrir fólk.
Danskir vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að gera prótein úr grasi nýtanlegt fyrir fólk.
Mynd / Visnu Deva
Á faglegum nótum 12. nóvember 2024

Gras fyrir menn

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Í Danmörku vinnur vísindafólk á vegum háskólans í Árósum að einkar áhugaverðu verkefni en það gengur út á að þróa aðferð sem gerir prótein úr venjulegu grasi nýtanlegt fyrir fólk.

Á það að koma í stað annars plöntupróteins, eins og frá sojabaunum eða ertum. Samkvæmt frétt Maskinbladet.dk er um gríðarlegt hagsmunamál að ræða, enda má draga verulega úr sótspori plöntupróteins í norðurhluta Evrópu ef árangur næst. Þar er nefnt hátt sótspor sojabauna sem oftar en ekki koma langt að.

Aðferð vísindafólksins byggist á því að vinna próteinríkan safa úr grasinu sem svo er skipt upp í tvo hluta. Annars vegar prótein sem nýtist fyrst og fremst einmagadýrum eins og hænum og svínum og hins vegar prótein sem nýtist fólki.

Vandamálið við framleiðsluna, hingað til, hefur verið sú staðreynd að próteinið sem ætlað er fyrir fólk hefur haft sterkt bragð af grasi.

Nú hefur vísindafólk háskólans náð afgerandi áfanga í þessari viðleitni, þ.e. að gera grasprótein nýtanlegt fyrir fólk, en áfanginn felst í því að þeim hefur nú tekist að framleiða grasprótein sem ekki bragðast eins og gras. Próteinið er sem sagt bragðlaust og er því mögulega tækt til matargerðar.

Danir horfa hýru auga til vinnslu á próteini úr grasi, ekki einungis til þess að geta nýtt það í matargerð heldur ekki síður sem prótein í fóðri búfjár og munu þarlendir bændur því verða enn sjálfbærari. Fyrir land eins og Ísland, þar sem gras vex í miklum mæli og víða vannýtt en grasgæft land, gæti þessi nýja aðferð opnað á ótal áhugaverða möguleika fyrir bændur landsins.

Skylt efni: gras

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...