Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landbúnaðarsýningin  í suður-belgíska sveitarfélaginu er afar vinsæl og vel sótt.
Landbúnaðarsýningin í suður-belgíska sveitarfélaginu er afar vinsæl og vel sótt.
Mynd / Snorri Sigurðsson
Á faglegum nótum 28. september 2022

Landbúnaðarsýningin Libramont

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Seinnipartinn í júlí á hverju ári, ef frá eru talin heimsfaraldursár, er haldin einkar skemmtileg landbúnaðarsýning í Belgíu, nánar tiltekið í Libramont- Chevigny í Suður-Belgíu.

Þessi sýning stendur í fjóra daga og er ávallt mjög vel sótt og að þessu sinni var gestafjöldinn tæplega 200 þúsund manns, þar á meðal hópur útskriftarnemenda bændadeildar LbhÍ en dvöl á sýningunni var hluti af ferðalagi þeirra um Evrópu, sem greint var frá í síðustu tveimur tölublöðum af Bændablaðinu.

Eins og við er að búast á sýningu sem þessari er margt áhugavert að skoða og hér á eftir má sjá smá myndasýnishorn af því sem vakti áhuga greinarhöfundar þetta árið.

Á sýningunni voru um 800 sýnendur á svæðinu með allt frá litlum handverkfærum og upp í stærðarinnar vélar og tæki og því margt áhugavert að sjá og skoða. Þá er Libramont sýningin einkar áhugaverð vegna þess hve víða að tækin og vélarnar koma, eins og t.d. þessi GEHL vél hér, sem er frá samnefnda bandaríska framleiðandanum.

Útlitsdómar kynbótagripa skipta gríðarlega miklu máli fyrir ræktendur og ef útlitsmatið verður hátt, getur verðmæti gripanna hækkað um hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir! Það er því vel skiljanlegt að eigendurnir leggi mikið á sig til að gripirnir líti vel út, og eins og hér er verið að tryggja, að ekki sjáist svo mikið sem einn skítugur blettur á gripnum.

Á sýningunni voru til sýnis bæði sauðfé, nautgripir og hross af ólíkum kynjum, en hátt í 3.500 kynbótagripir voru leiddir inn í sýningarhringi Libramont-sýningarinnar þessa daga. Hér má sjá þrjár kýr af hinu heimsfræga Belgian Blue holdakyni. Kýrin lengst til vinstri á myndinni, sem var tæplega 9 ára gömul, vó 1.051 kg!

Þeir sem ekki höfðu mikinn áhuga á nútímatækni gátu líka fengið eitthvað fyrir sinn snúð og m.a. fengið að „taka í“ ýmis hestaverkfæri!

Sauðfjárdómar fara fram með svipuðum hætti og á Íslandi, bæði samanburðarmat og hefðbundin stigun á bak- og lærisvöðvum.

Öllum nýjungum í vélum og tækjum er auðvitað ekki hægt að gera skil hér en þessi vél frá Hyler var nokkuð mögnuð enda sérhönnuð vinnsluvél fyrir hampræktendur! Gæti átt erindi við íslenska bændur. Það sem gerir þessa vél sérstaka, og raunar einstaka að sögn söluaðilanna, er að vélin er sérhönnuð til þess að snúa sláttuskára hampsins án þess að skerða lengd trefjanna í stofni plantnanna. Fyrir vikið fæst rúmlega helmingi hærra verð fyrir hampinn!

Gripasýningin er alltaf sérlega glæsileg á Libramont, hér má sjá einkar fallegar kýr af Holstein mjólkurkúakyninu í kynbótadómi.

Útiganga varphænsna hefur verið í stöðugum vexti í Evrópu undanfarin ár enda vilja fleiri og fleiri neytendur borga heldur hærra verð fyrir slík egg en frá hænum sem alltaf eru innandyra. Vandamálið við slíka framleiðslu er þó sú að eigi að gera þetta að stórbúskap, og vera með hundruð eða þúsundir af hænum, þá tæta þær upp landið sem þær eru á mjög hratt. Til að leysa málið hefur þýska fyrirtækið Huehnermobil komið með þessa áhugaverðu lausn. Hænsnakofi á hjólum sem má þá færa til eftir því sem hænurnar slíta upp landið. Eina sem þarf að bæta við er færanleg há girðing! Á myndinni sést minnsta gerðin, sem tekur 350 hænur, en stærsti færanlegi hænsnakofinn frá fyrirtækinu hefur aftur á móti pláss fyrir 1.200 hænur!

Sala beint frá býli er í örum vexti bæði hér á landi og víða erlendis og hér sést ein áhugaverð lausn við sölu á vörum. Sjálfsali sem tekur allt frá stórum lærum og niður í örsmáar einingar! Svona tækjum er einfaldlega komið fyrir við heimreiðar bæjanna og þar geta svo viðskiptavinirnir sjálfir keypt hvenær sólarhringsins sem er!

Skylt efni: Landbúnaðarsýning

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...