LEAN - Mikill fjárhagslegur ávinningur af því að draga úr sóun
- Ef vinnuskipulag er sett upp þannig að nota þarf sömu vélina á tveim stöðum í einu.
- Biðtími við vinnu við áfyllingar, t.d. þegar standa þarf við vatnskarið meðan rennur í það.
- Bið eftir samstarfsmönnum.
- Leit að hlutum sem ekki eru á sínum stað.
- Leiðir til að draga úr þessari tegund af sóun:
- Dreifa vinnuálaginu betur yfir daginn svo allir starfsmenn nýtist sem best.
- Leggja áherslu á að sem flest verkefni sé hægt að leysa af einum starfsmanni.
- Hafa ávallt tilbúinn verkefnalista með verkefnum sem hægt er að vinna ef starfsmaður þarf að bíða.
- Koma góðu skipulagi á svo ekki fari tími í að leita að hlutum sem þarf að nota.
Flutningar
- Miklir flutningar geta leitt af sér sóun. Í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í landbúnaði síðustu ár, þar sem búin hafa stækkað og umfangið aukist, þarf sérstaklega að gefa þessu gaum. Stærri hjarðir, fleiri byggingar og fleiri tún sem þarf að heyja auka allt umfang. Sem dæmi má nefna:
- Að geyma hluti tímabundið einhvers staðar í staðinn fyrir að þeir fari beint þangað sem þörf er á þeim.
- Akstur með hálflestaðan vagn.
- Óþarfa flutningur á fóðri t.d. ef of mikið er tekið og það þarf að skila helmingnum til baka.
- Langir og vinnufrekir flutningar á mjólk í kálfa.
- Ef sækja þarf aðföng á marga mismunandi staði, t.d fóður sem blanda á heilfóður úr.
- Leiðir til að draga úr þessari tegund af sóun:
- Forðist tímabundna geymslu á hlutunum einhvers staðar.
- Lágmarka vegalengdir sem flytja þarf aðföng og hluti.
- Flokka og merkja tæki og tól sem nota þarf, t.d. að allt sem nota þarf við burðarhjálp sé sett saman og merkt þannig að ekki þurfi að fara margar ferðir hingað og þangað eftir verkfærum.
- Mjög mikið af varahlutum til á lager eða geymsla á ónýtu fóðri.
- Stór og óskipulagður lager af hlutum þar sem erfitt er að finna það sem vantar.
- Lager af hlutum sem eru orðnir óþarfir eða skemmast áður en það þarf að nota þá.
- Leiðir til að draga úr þessari tegund af sóun:
- Kaupa inn í samræmi við þarfir og pláss.
- Minnka vörulagera og skipuleggja vel þannig að ekki fari óþarfa tími í að leita að hlutum sem þarf að nota.
- Að halda í gamalt og úrelt vinnulag þegar skilvirkari vinnuaðferðir eru til.
- Að gera hreint þar sem ekki er skítugt.
- Að nota margar mismunandi tegundir af fóðri þegar færri duga til að ná sama markmiði.
- Leiðir til að draga úr þessari tegund af sóun:
- Skoða hvert verk fyrir sig og hvernig þau eru unnin. Er vinnan skilvirk eða er hægt að draga úr vinnu við verkin og ná sama eða betri árangri?
- Skilgreinið verkferla svo allir séu samstiga um hvernig vinna á hlutina.
Offramleiðsla/offjárfesting
- Heyskapur er umfram þarfir eða ekki í réttu samhengi við þarfir þannig að mikið verður til af fyrningum sem þurfa geymslupláss og tapa gæðum.
- Nýbyggingar eða tæki (t.d. mjaltaþjónn) sem ekki eru fullnýtt.
- Framleiðsla á mjólk sem ekki er hægt að selja.
- Leiðir til að draga úr þessari tegund af sóun:
- Setja fram skilgreiningar og staðla fyrir alla verkferla.
- Setja markmið um að framleiðsla/fjárfestingar séu í samræmi við eftirspurn (þarfir viðskiptavinarins).
Óþarfa snúningar
- Stöðug hlaup eða leit eftir verkfærum.
- Stíga upp og niður úr dráttarvél til að opna og loka hliðum.
- Líkamleg vinna sem hægt er að framkvæma með vélum.
- Leiðir til að draga úr þessari tegund af sóun:
- Staðsetja hlutina þar sem stutt og þægilegt er að nálgast þá þar sem þeir eru notaðir.
- Þegar um er að ræða verk sem eru tímafrek og slítandi getur borgað sig að fjárfesta í tæki sem leysir mannshöndina af hólmi. T.d. getur flórgoði verið skynsamleg lausn þegar skafa þarf umtalsvert marga fermetra af rimlagólfi eða sópvél ef oft þarf að sópa stóra gólffleti.
- Lyfjablönduð mjólk fer í tankinn.
- Röng lyfjagjöf eða meðhöndlun á veikum skepnum sem verður til þess að dýrið drepst.
- Léleg pökkun á rúllum þannig að fóður skemmist.
- Skilgreina verkferla þannig að allir starfsmenn geti á auðveldan hátt vitað hvernig á að vinna hlutina.
- Tryggja eðlileg samskipti og samstarf allra stafsmanna þannig að menn hjálpist að og minnki líkur á að mistök eigi sér stað.