Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rannsóknahópurinn sem gerði úttekt á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 kom frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála.
Rannsóknahópurinn sem gerði úttekt á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 kom frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála.
Á faglegum nótum 13. nóvember 2017

Marka þarf skýrari stefnu um þjónustu við erlenda gesti og sjálfboðaliða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Háskólinn á Hólum og Landssamband hestamannafélaga kynntu fyrir skömmu niðurstöður rannsóknar fjölþjóðlegs rannsóknarhóps um Landsmót hestamanna 2016 sem viðburðar.

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla heildstæðrar þekkingar um Landsmót hestamanna sem viðburðar. Frumniðurstöður helstu rannsóknaþátta hafa verið birtar en frekari úrvinnsla gagna sem og kynning niðurstaðna er fyrirhuguð á alþjóðlegum vettvangi.

Rannsóknahópurinn kom frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála.

Meðal þess sem fengist var við í rannsókninni er efnahagslegt mikilvægi viðburðarins, upplifun og hagsmunir heimamanna, upplifun gesta, viðhorf ræktenda, sýnenda og sjálfboðaliða og áhrif viðburðarins á ímynd svæðisins og landsins sem áfangastaðar. Fjölþættum aðferðum er beitt við úrvinnslu og greiningu gagna.

Mótið stóðst væntingar

Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að Landsmót hestamanna á Hólum 2016 stóðst og fór að hluta til fram úr væntingum markhópsins.

Væntingar til mótsstaðarins kunna að hafa verið minni sökum þess hve seint hann var ákveðinn, en upplifun gesta og heimamanna af staðsetningunni var jákvæð. Framkvæmd mótsins fékk jákvæða dóma meðal þátttakenda og sérstaklega fyrtir það að mótsstaðurinn bauð upp á aðstöðu sem þjónaði allt í senn áhorfendum, keppendum, sýnendum og hrossum.

Marka þarf skýrari stefnu

Önnur meginniðurstaða rann­sóknarinnar er að marka þarf skýrari stefnu um þjónustu við erlenda gesti og sjálfboðaliða. Ekki er gefið að ástæða sé til að markaðssetja mótið fyrir breiðari markhóp, fremur virðist þörf á að efla þjónustu við þann afmarkaða markhóp sem tilheyrir Íslandshestaheiminum í öðrum löndum.

Fyrir erlenda gesti er mikilvægt að kynna dagskrá og skipulag mótsins með löngum fyrirvara. Þá er rétt að hafa í huga að þó það sé vissulega góður árangur hve stór hluti Landsmótsgesta er tryggur markhópur þá er 6% nýliðun meðal innlendra gesta hugsanlegt áhyggjuefni til lengri tíma litið.

Veruleg efnahagsleg áhrif

Í þriðja lagi er ljóst að efnahagsleg áhrif Landsmóts hestamanna eru umtalsverð á því svæði sem mótið er haldið. Varlega áætlaðar niðurstöður gera ráð fyrir að efnahagsleg áhrif mótsins, meðan á því stóð, hafi verið um 160 milljónir íslenskra króna. Eru þá ótalin önnur efnahagsleg áhrif, svo sem velta viðburðarins sjálfs.

Hægt er að nálgast rafbókina með niðurstöðum rannsóknanna á Landsmóti hestamanna 2016 á vef Háskólans á Hólum, www.holar.is.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...