Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Á faglegum nótum 16. október 2017

Skógardagur Norðurlands í 70 ára gömlum Kjarnaskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á Skógardegi Norðurlands var því fagnað að sjötíu ár eru liðin á þessu ári frá því að ræktunarstörf hófust í Kjarna með stofnun gróðrarstöðvar og fyrstu gróðursetningum á því svæði sem nú kallast Kjarnaskógur.
 
Stóðu Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi af þessu tilefni í sumar. Var þar vígt nýtt grill- og útivistarsvæði á Birkivelli.
 
Fjöldi manns kom og naut veðurblíðunnar, þess sem á dagskránni var og alls þess sem Birkivöllur í Kjarnaskógi og nágrenni hans hefur að bjóða. 
 
Nýjasta svæðið í Kjarnaskógi, Birkivöllur var tekin í notkun á Skógardeginum.
 
Ólafur Thoroddsen, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, hélt ávarp, einnig Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Tryggvi Marinósson, ræktunarmaður og skátahöfðingi, sem minnti á þau tengsl sem ávallt hafa verið milli skátastarfs og skógræktar í Kjarnaskógi. Skátar hafa unnið mörg handtök í skóginum í áranna rás og í tilefni af því söng hópur skáta á öllum aldri sameiginlegan söng skáta og skógræktarfólks, Vertu til er vorið kallar á þig, ljóð Tryggva Þorsteinssonar skátahöfðingja sem segja má að sé sprottið upp í tengslum við skógræktarstarfið í Kjarna. 
 
Rækta Yndisgarð í Kjarnaskógi
 
Á hátíðinni var einnig skrifað undir samning milli Akureyrarbæjar, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Yndisgróðurs LBHÍ um ræktun nýs Yndisgarðs í Kjarnaskógi. Undir samninginn rituðu Eiríkur Björn Björgvinsson, Ingólfur Jóhannsson og Samson Bjarnar Harðarson sem flutti síðan erindi með glærum úti í skógi í nýjum „útifundarsal“ í sitkagreniskógi sunnan við grillhúsið á Birkivelli.
 
Lummur og sveppasúpa
 
Á dagskránni var gönguferð um framkvæmdasvæðið á Birkivelli og nágrenni, ratleikur, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sýndi sveppi sem vaxa í skóginum, poppað var yfir eldi, steiktar lummur og eldað ketilkaffi. Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar, leiðbeindi um tálgun fersks viðar með aðstoð konu sinnar, Eyglóar Rúnarsdóttur. Þá bauð Félag skógarbænda á Norðurlandi upp á gómsæta skógarsveppasúpu sem sló í gegn. Svo naut fólk einfaldlega veðurblíðunnar, félagsskaparins við aðra viðstadda og auðvitað skógarins með öllu sem hann hefur að bjóða. 
 
Gestum bauðst að bragða á nýbökuðum funheitum lummum.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...