Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Staða á hrávöru og afurðamarkaði landbúnaðarins í heiminum
Á faglegum nótum 7. desember 2021

Staða á hrávöru og afurðamarkaði landbúnaðarins í heiminum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Þann 11. nóvember sl. stóð norski áburðarframleiðandinn YARA fyrir ráðstefnu um stöðu á hrávöru- og orkumarkaði í heiminum og áhrif þess á landbúnað. Á henni voru m.a. saman komnir sérfræðingar frá YARA auk þátttakenda víðs vegar úr norsku samfélagi. Þar má nefna formann atvinnuveganefndar Stórþingsins, fulltrúa frá FAO og framkvæmdastjóra frá Agrianalyse sem er í eigu Samvinnufélaga bænda og Bændasamtakanna í Noregi.

Í panelumræðum í lok dags voru svo þrír þátttakendur þar á meðal varaformaður norsku bændasamtakanna, fulltrúi frá Tine, stærsta mjólkursamlagi Noregs og frá landbúnaðardeild Felleskjöpet, hins norska „SÍS“. Þessi upptalning sýnir svo ekki verður um villst að í Noregi, öðru EES landi, eru engin boð og bönn við því að hagaðilar eins og þessir komi saman á fundi ásamt forsvarsmönnum löggjafarþingsins til að ræða þá alvarlegu stöðu sem uppi er.

Á fundinum var farið ítarlega yfir þær sviptingar sem nú eru á þessum mörkuðum og þróun matvælaverðs á heimsmarkaði. Verð á jurtaolíum er nú í hæstu hæðum. Skýrist það ekki aðeins af hækkandi aðfangaverði heldur líka af spurn eftir þeim sem eldsneyti, sem hefur hækkað gífurlega undanfarna mánuði. Önnur matvæli hafa einnig hækkað hratt undanfarin misseri og er matvælaverðsvístala FAO nú hærri en nokkru sinni fyrr. Myndin sýnir þróun vísitölunnar (FPI) og undirliða hennar síðustu 14 mánuði.

Orsakir verðhækkana

Ástæður hækkandi matvælaverðs má að miklu leyti rekja til ört hækkandi verðs á helstu aðföngum. Þær má ekki síst rekja til hækkandi orkuverðs. En önnur aðföng hafa einnig hækkað í verði og aðfangaverðsvísitala FAO er nú nærri því sem hún var fyrir 10 árum. Það sem hins vegar hefur gerst síðustu mánuði er að aðfangaverð hefur hækkað umfram afurðaverð til bænda í heiminum og tekjur af landbúnaðarstarfsemi því dregist saman.

Þeir hópar sem verða verst úti í þessari stöðu eru fátækir íbúar heimsins. Samkvæmt skýrslum Alþjóðabankans þurfa íbúar 30 landa í heiminum að verja sem nemur 60% eða meira af útgjöldum heimilanna til kaupa á mat, húsnæði, vatni og orku. Höllustum fæti standa íbúar Gineu Bissau þar sem þetta hlutfall nemur rétt tæpum 90% útgjalda heimilanna, þar af um 85% til matvælakaupa. Til samanburðar má geta þess að vægi matvöru og drykkja í Vísitölu neysluverðs á Íslandi er 14,4%.

Áburðarverð hefur verið hátt frá upphafi þessa árs

Fulltrúi YARA á ráðstefnunni fór ítarlega yfir þróun áburðarverðs undanfarin ár og helstu orsakaþætti. Verð á þvagefni (urea) var í lágmarki á heimsmarkaði vorið 2020. Síðan hefur það stigið nokkuð jafnt og þétt. Einn stór áhrifavaldur þar eru aðgerðir sem Kína beitir eftir því hvernig staða á markaðnum er hverju sinni. Framleiðsla þess dróst hratt saman er leið á árið 2020. Til að bregðast við því settu stjórnvöld takmarkanir á útflutning til að tryggja innlendum notendum nægt framboð. Útflutningur Kína á þvagefni árið 2020 var þannig innan við helmingur þess sem var árin 2014-2015. Vegna umfangs Kína á heimsmarkaði á þetta þátt í þeim hækkunum sem þar hafa orðið auk hás verðs á gasi og mikillar eftirspurnar.

Ammóníumframleiðsla hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðug í Evrópu fram á árið 2020. Yngsta verksmiðjan í álfunni er hins vegar orðin 35 ára gömul. Undanfarna mánuði hafa hins vegar borist fréttir af lokunum og ástandið verður því að teljast ótryggt að þessu leyti.

Áhrif yfirstandandi verðhækkana/orkukreppu

Ljóst er að virðiskeðjan er löng og breytingar t.d. á mörkuðum fyrir korn taka mörg ár að skila sér í gegn. Sem dæmi var nefnt að mikinn útflutning Kína á þvagefni á árunum 2014-2015 megi rekja til hás kornverðs 2011.

Í lokaorðum eins fyrirlesara ráðstefnunnar komu fram eftirtektarverðar áminningar, s.s. eins og það að markaðurinn ræður ekki við að bregðast við tilteknum neyðaraðstæðum s.s. fjármálakreppum, innflytjendakrísum, kreppum af völdum COVID-19 faraldursins og aðfangakreppum svo eitthvað sé nefnt. Markaðurinn getur heldur ekki gert áætlanir né gert landsáætlun af neinu tagi. Í þeim aðstæðum sem nú eru uppi á hrávöru- og matvælamarkaði í heiminum er þörf á ákveðnum viðbúnaði og að tryggja aðföng til matvælaframleiðslu.

Hér á landi heyrum við þetta enduróma t.d. í ákalli um að álögur verði lækkaðar t.d. á innflutt eldsneyti. Hér þurfa því margir að koma að og kortleggja stöðuna svipað og grannar okkar í Noregi hafa gert. Það er bábilja sem þá stjórnvöld verða að taka í taumana á að hindra samtal hagaðila um stöðuna.

Erna Bjarnadóttir
verkefnisstjóri MS

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...