Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svo kom „hverfipállinn“ til sögu
Mynd / Ólaftur Guðmundsson
Á faglegum nótum 3. ágúst 2021

Svo kom „hverfipállinn“ til sögu

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Áhöld til jarðvinnslu voru í fyrstu ekki flókin; ef til vill aðeins skeftur spaði, eins og sá sem við þekkjum sem pál úr íslenskri verkfærasögu. Einhverjum datt svo í hug að raða urmli slíkra spaða á einn og sama öxulinn.

Þá var komið veltiherfi. Með tilkomu aflvéla mátti svo knýja spaðasettan öxulinn til snúnings og þá var fenginn sá sem kalla hefði mátt „hverfipál“ – en við þekkjum í dag sem jarðtætara. Stórlega einfölduð þróunarsaga.

Þúfnabaninn sæli var vélknúinn jarðtætari, sá fyrsti sem Íslendingar kynntust. Á fjórða áratugnum var kynntur jarðtætari „mjög hugvitsamlega tengdur FORDSON-dráttarvélinni“, eins og umboðsmaðurinn, P. Stefánsson, auglýsti. Lítil áhrif hafði tætarinn sá þó á gang ræktunarsögunnar hérlendis.

Með tilkomu vökvastýrðs þrítengis og aflúttaks á dráttarvélum opnuðust ýmsir möguleikar til nýrrar hönnunar verkfæra við þær. Enska fyrirtækið Rotary Hoes Ltd í Essex hóf að smíða aflknúna jarðtætara á grundvelli uppfinningar stofnanda síns, A. C. Howard, frá árinu 1912.

Heildverslunin Hekla hf. hlut­aðist til um innflutning tveggja jarðtætara frá fyrirtækinu sumarið 1954 og hóf Verkfæranefnd þá um haustið athuganir á notagildi þeirra. Annar tætararinn var tengdur aftan í beltavél, IHC TD 6, en hinn hafði verið smíðaður fyrir Ferguson-dráttarvél. Tætararnir voru reyndir á ýmsum gerðum lands og jarðvegs. Álit Verkfæranefndar að loknum athugunum var „að jarðtætarar séu hentugir til þess að vinna land, sem legið hefur í plógstrengjum 1-2 ár. Þeir fínmylja jarðveginn og mynda [góðan sáðbeð].“

Margir hrifust af vinnubrögð­um jarðtætaranna og í hönd fór blóma­skeið þeirra í jarðvinnslusögunni. Það ýtti líka undir kaup bænda á þeim að víða voru nú að koma heimilisdráttarvélar sem tætararnir hentuðu vel við. Plógar og hefðbundin herfi lentu í nokkrum skugga. Brátt kom þó í ljós að auðvelt var að misnota jarðtætarana og að þeir áttu ekki við allar gerðir jarðvegs; með þeim mátti jafnvel spilla byggingu jarðvegsins, t.d. mýrajarðvegs, svo áhrif gat haft á grassprettu og endingu sáðgresis í nýræktum.

Hér er líklega verið að kynna jarðtætara árið1957 (Agrotiller); ekki að undra að menn hrifust af sáðbeðinum sem hann skilaði.

En menn lærðu af reynslunni og þeim fáu rannsóknum sem gerðar voru. Hefðbundir jarðtætarar, en í þeim flokki urðu Howard og Agrotiller vinsælastir framan af, hurfu en „hverfipálarnir“ þróuðust yfir í aðrar gerðir aflknúinna jarðvinnslutækja, svo sem þá sem þessi árin kallast í daglegu tali „pinnatætarar“ og eru úr þeim flokki sem enskir nefna power harrows og rotary harrows – úr flokki „hverfiherfa“ (!)

Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey 1933 á Fordson-dráttarvél með jarðtætara.

Bjarni Guðmundsson

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...