Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Góð mæting var í Laugalandsskóg en þar sem ekki allir komu alveg á sama tíma er heildartala á reiki - en á milli 40 og 50 manns mættu.
Góð mæting var í Laugalandsskóg en þar sem ekki allir komu alveg á sama tíma er heildartala á reiki - en á milli 40 og 50 manns mættu.
Mynd / Sigríður Hrefna Pálsdóttir
Á faglegum nótum 25. október 2021

Tíndu stafafuruköngla og söfnuðu fyrir snjótroðara

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skógræktarfélag Eyfirðinga safnar nú af kappi fyrir nýjum snjótroðara og nálgast nú 21 milljón króna eftir að Akureyrarbær samþykkti í liðinni viku að styrkja verkefnið með 15 milljón króna framlagi. Þá viku fékk söfunin einnig úthlutað 2 milljónum króna úr pokasjóði.

Troðarinn sem skógarmenn nyðra hafa augastað á kostar um 35 milljónir króna. Gamli troðarinn sem þjónað hafði skíðagöngufólki dyggilega í áraraðir lagði upp laupana í fyrravor.

Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins segir að áður en framlag Akureyrarbæjar kom til hafi framlög aðallega komið frá daglegum notendur Kjarnaskógar. Stjórn félagsins hefur skipulega unnið að því nú í haust að afla styrkja frá fyrirtækjuma og liggja vilyrði fyrir héðan og þaðan svo talan gæti hækkað hratt þessa daga. „Við erum þessa dagana að afla tilboða í tæki sem gerir okkur kleift að sinna verkefninu, að troða skíðabrautir í Kjarnaskógi, til frmatíðar,“ segir hann. 

Efnt var til fjáröflunarátaks á dögunum til að styrkja söfnunina, en hátt í 50 manns mættu með góða skapið í farteskinu í Laugalandsskóg á Þelamörk og söfnuðu stafafurukönglum.

Áður en haldið var út í skóg fræddi Valgerður Jónsdóttir hjá Skógræktinni viðstadda um mismunandi kvæmi stafafuru og hvernig þekkja má tveggja ára köngul. Eftir fræðsluna hélt fólk út í skóginn þar sem búið var að fella stöku tré en einnig var hægt að teygja sig upp í greinar og tína. 

200 þúsund fyrir 100 kíló

Hópurinn náði um eitt hundrað kílóum af könglum, hreinsuðum og vel völdum. Um 200 þúsund krónur fást fyrir könglana sem leggjast beint inn á söfnunarreikning fyrir snjótroðara.

Söfnuninni lýkur 22. febrúar 2022 og verður nú farið á fullt við að vekja athygli á málinu, m.a. biðlað til sveitarfélaga, fyrirtækja á svæðinu og sótti í ýmsa sjóði.

Afrakstur dagsins, 100 kg! Það er einn tíundi af því tonni sem Skógræktin þarf þetta árið.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...