Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gísli Gíslason á Þúfum tekur við verðlaunum á Landsmóti hestamanna 2022.
Gísli Gíslason á Þúfum tekur við verðlaunum á Landsmóti hestamanna 2022.
Mynd / ghp
Á faglegum nótum 1. desember 2023

Tólf bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2023

Höfundur: Elsa Albertsdóttir hrossaræktaráðunautur.

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins.

Valið stóð á milli 31 bús sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins eru eftirfarandi:

Afmörkun á vali Elsa Albertsdóttir. ræktunar búa miðast þannig við að fyrst eru tilgreind öll hrossaræktarbú sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,00 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjöldra sýndra hrossa.

Búin sem komast í pottinn verða að ná fjórum hrossum að lágmarki með 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu sem er þá önnur sía á gögnin. Meðaleinkunn er svo reiknuð miðað við leiðréttar aðaleinkunnir en þar er eingöngu horft til hrossa sem ná 8,00 í aðaleinkunn, enn fremur miðast fjöldi sýndra hrossa frá hverju búi við þau hross.

Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um.

Að lágmarki einn ræktandi sem stendur að hverju ræktunarbúi þarf að vera fullgildur félagi í BÍ og er þá miðað við félagatal 1. maí ár hvert. Ekki er gerður greinarmunur á að ræktandi sé persóna eða skráð kennitala fyrirtækis.

Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2023 sem haldin verður í Fáki sunnudaginn 3. desember næstkomandi og byrjar kl. 13.00. Ræktunarbú ársins verður verðlaunað á þeim viðburði.

Tilnefnd bú eru eftirfarandi í stafrófsröð
  • Árbær, Vigdís Þórarinsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir, Guðmundur Bæringsson og fjölskyldur
  • Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Tryggvi Björnsson og fjölskylda
  • Fákshólar, Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson
  • Fet, Hrossaræktarbúið Fe
  • Haukagil á Hvítársíðu, Ágúst Þór Jónsson og Þóra Áslaug Magnúsdóttir
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
  • Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
  • Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
  • Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón Árni Magnússon og Berglind Bjarnadóttir
  • Sumarliðabær, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
  • Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

Vert er að benda á að mörg þessara búa voru einnig með afkvæmahross á árinu sem taldi til hækkunar meðaltals aðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa.

Skylt efni: ræktunarbú árins

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...