Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Af hverju?
Skoðun 21. febrúar 2020

Af hverju?

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Blekkingar, lygar og sú árátta að fara á snið við lög, reglur og niðurstöður dómstóla virðist vera orðin sérstök íþróttagrein í íslenskri pólitík. Íþrótta­grein sem allt venjulegt hugsandi fólk hefur megnustu óbeit á. 
 
Er einhver von til þess að þeir sem fara með forræði við stjórn landsins hverju sinni, stjórn stofnana ríkisins og stjórn fyrirtækja í almannaeigu sem hafa orðið uppvís að því brjóta settar reglur, fari að haga sér af auðmýkt sem þjónar fólksins í stað þess að líta á fólkið sem óvini?
 
Er einhver von til þess að þetta sama fólk hætti að fara á snið við lög sem það hefur jafnvel samið sjálft, reglur sem settar eru þegnum landsins til að fara eftir og niðurstöðu dómstóla í ágreiningsmálum?
 
Ef svarið er nei, þá hlýtur að vera kominn tími til að þjóðin íhugi það alvarlega að efna til allsherjar hreingerningar. Skella öllum skítugu tuskunum í þvottavélina ásamt sterkasta þvottaefni sem til er og setja á suðu.  
 
Þessi ljóta árátta að ganga eins nærri þegnunum og mögulegt er og reyna eins mikið á þolrif almennings og frekast er unnt, er með öllu óþolandi. Samt horfum við upp á þetta í hverju málinu á fætur öðru.
 
Hér er skriðið fyrir erlendu reglugerðar­valdi og innleiddar reglur eins og t.d. varðandi innflutning á hráu kjöti, en þegnunum neitað um upplýsingar til að fylgjast með framkvæmdinni. 
 
Hér eru innleiddar reglur sem hafa það í för með sér að opinber fyrirtæki geta selt syndaaflausnir vegna hreinnar raforku úr landi til þess eins að græða á því að blekkja neytendur í erlendum ríkjum. 
 
Hér fer sú stofnun sem á að tryggja eldri borgurum og öryrkjum lágmarks framfærslu á svig við lög og reglur. Stofnunin fær á sig dóm, en leyfir sér samt  í skjóli stjórnvalda að halda áfram að brjóta á þessum verst settu skjólstæðingum íslenska velferðarkerfisins.
 
Hér horfa alþingsmenn, margir hverjir, fram hjá því að Tryggingastofnun sé með regluverki gert að refsa öryrkjum og öldruðum árum saman fyrir það eitt að afla sér tekna eða eiga varasjóði sem það hefur sannarlega unnið sér inn. 
 
Hér gerir kerfið grímulausa atlögu að lífeyrissjóðseignum óbreyttra borgara og hefur stundað þar skefjalausa eignaupptöku árum og áratugum saman í formi skerðinga á réttindum borgaranna.
 
Hér eru eldri borgarar neyddir til að fara í málsókn gegn ríkinu sem þeir hafa unnið fyrir alla sína ævi, í tilraun til að verja þann rétt sem þetta fólk hefur unnið sér inn af miklu harðfylgi.
 
Hér voru lagðir á skattar í sér­stök­um skilgreindum tilgangi til innviða­upp­byggingar sem ætlað er að verja mannslíf, en peningarnir notaðir í eitthvað allt annað. 
 
Hér eru lagðir á skattar sem hafa haft þann tilgang að byggja upp samgöngukerfi landsmanna, en peningarnir að stórum hluta notaðir í allt annað árum og áratugum saman. 
 
Hér var farið út í stórkostlegar skipu­lags­­breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir viðvaranir um að þær myndu leiða til fjársveltis í stórum hluta kerfisins. Svo horfa menn á óskapnaðinn brenna og skipa almenningi að henda endalaust meiri peningum á bálið.  
 
Hér höfum við allt til að tryggja bestu lífskjör í veröldinni en hömumst samt við (vonandi fyrir misskilning eða  hugsunarleysi) að gera þeim sem minnst mega sín, eins erfitt fyrir í samskiptum við kerfið og hugsast getur. – Þarf þetta virkilega að vera svona?
Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...